Fréttir
04.06.2007 - Hammond-orgelið á heimavelli
 

Þeir sem sóttu upphafskvöld og 3ja kvöld Hammond-hátíðarinnar á Djúpavogi fengu beint í æð áhugaverðan fróðleik um tilurð Hammond-orgelsins. Úrsmiði að nafni Hammond rann til rifja hve fátækir söfnuðir í Bandaríkjunum áttu erfitt með að verða sér úti um orgel til að nota við kirkjulegar athafnir. Hann ákvað að smíða grip til að bæta úr þessu og úr varð hljóðfæri, sem ekki hefur eingöngu verið notað í kirkjum, heldur einnig orðið einn mesti áhrifavaldur í rokk-sögunni og leitt af sér marga snillinga bæði “gengna og gangandi”.

Á fjórða degi Hammond-hátíðarinnar var orgelið komið á heimavöll, því það var notað við sjómannadagsmessu í Djúpavogskirkju. Sóknarpresturinn, Sr. Sjöfn Jóhannesdóttir, predikaði og kirkjukórinn söng við undirleik organistans, Svavars Sigurðssonar. Einleik á trompet lék Otto Meier.

Á eftir messu spilaði Svavar síðan nokkur sjómannalög við góðar undirtektir.

Á þennan viðeigandi hátt lauk Hammond-hátíð Djúpavogs árið 2007. Hátíðin var nokkru betur sótt en upphafsárið 2006, en ljóst að það er langt í land áður en okkur tekst að markaðssetja hana betur hér fyrir austan. Orðspor hennar hefur þó greinilega aukizt og bezta auglýsingin verða ánægðir tónlistargestir og -flytjendur og sífellt stækkar hópur beggja. Þeir sem komu lengst af voru líklega Valdís Ingimundardóttir og Þórður Ársælsson, sem lögðu land undir fót alla leið frá Akranesi. Mestan heiður af því að sækja alla viðburði hátíðarinnar eiga samt heiðurshjónin Erla Ingimundardóttir og Ingimar Sveinsson, sem greinilega eru yngri í anda en við sum hver hin.

(Vegna hugleiðinga hér að ofan skulum við muna, að við getum ekki ætlazt til að aðkomufólk komi til okkar á áhugaverða atburði ef við sjálf útnáurumst hér heima þegar atburðir á borð við Hammond-hátíð eru í boði í nágrenni við okkur. Við skulum því vera dugleg að blanda geði við nágranna okkar og blanda geði við þá, þegar þeir bjóða upp á tónleika eða slíkt):

Er hér með öllum þeim færðar miklar þakkir, er lögðu hönd á plóg vegna Hammond-hátíðar, áheyrendum, flytjendum, tæknimönnum, Hótelhaldara og hans fólki, forsvarsmönnum Íþróttamiðstöðvarinnar, styrktaraðilum, starfsfólki hátíðarinnar. Hið sama gildir um alla aðra, sem létu sig varða vöxt hennar og viðgang.

VERÐUR HÁTÍÐIN AÐ ÁRI ?????? JÚ, ÞAÐ HLÝTUR AÐ VERA.

Nálgast má myndir frá deginum hér .

Myndir og texti: BHG


Veðrið í dag
Veðurstöðin Papey kl.20:00:00
Hiti:1,9 °C
Vindátt:NNA
Vindhraði:16 m/sek
Vindhviður:22 m/sek
 
 
Veðurstöðin Teigarhorn kl.20:00:00
Hiti:1,5 °C
Vindátt:N
Vindhraði:4 m/sek
Vindhviður:8 m/sek
 
 
Veðurstöðin Hamarsfjörður kl.20:00:00
Hiti:1,8 °C
Vindátt:S
Vindhraði:2 m/sek
Vindhviður:7 m/sek
 
 
Flóð og Fjara: 28.3.2024
smþmffl
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            
Fjölmenningarsetur
Fiskmarkaður Djúpavogs
Ísland.is