FrÚttir
01.11.2013 - Rßn bßtasmi­ja afhendir nřjan bßt
 

Rán bátasmiðja ehf. á Djúpavogi afhenti í dag Fiskeldi Austfjarða nýjan bát sem notaður verður við fiskeldi fyrirtækisins í Berufirði.

Um er að ræða tæplega 6 metra langan bát smíðaðan úr svokölluðu HDPE plasti (high density polyethylene) sem hefur mikla seiglu og gríðarlegt slagþol, er t.d. fimm sinnum höggþolnara en trefjaplast. Efnið er endurvinnanlegt, ekki þarf að hafa áhyggjur af tæringu, málningu eða annari yfirborðs-meðhöndlun efnisins, þörungar og hrúðurkarlar festast ekki auðveldlega við plastið og líftími þess er yfir 50 ár.

Vegna þessara eiginleika HDPE plasts hentar það einstaklega vel sem byggingarefni í hluti eins og vinnubáta sem þurfa að þola mikla áníðslu. Það er eðlisléttara en vatn og flýtur því í sjó eitt og sér en auk þess eru bátarnir úr flotrörum sem skipt er niður í loftþétt hólf og þetta tvennt gerir bátinn nánast ósökkvandi.


Þegar er búið að selja annan samskonar bát og er smíði hans hafin. Bátasmiðjan hefur áður smíðað rúmlega 7 metra bát auk þess sem einn 9 metra er í byggingu. 
Allir bátarnir eru með 23° V-laga botni og framhlutinn er hannaður þannig að báturinn ryður auðveldlega frá sér sjó svo hann heggur síður í báruna og það fer vel um farþega, jafnvel í verstu veðrum. Hægt er að velja um alls kyns aukabúnað eins og farþegasæti, krana, glussakoppa, búkka til að taka smátæki um borð í fjörum, aðstöðu til að taka upp dauðfisk í fiskeldiskvíum o.fl.

Hjá Rán bátasmiðju starfa nú fjórir starfsmenn. Auk bátsmíðinnar er fyrirtækið í sambandi við erlenda aðila varðandi smíði á fiskeldiskvíum og hefur m.a. sinnt verkefnum reglulega í Noregi.

GJ

 


Vilhjálmur Benediktsson afhendir Sveini Kristjáni Ingimarssyni og Brynjólfi Einarssyni hjá Fiskeldi Austfjarða lykilinn að bátnum. Mynd: Gauti Jóhannesson


Nýi báturinn á siglingu. Mynd: Rán Bátasmiðja ehf.


Fyrsti bátur Bátasmiðjunnar, Gná, á siglingu. Mynd: Rán Bátasmiðja ehf.

 

Tengdar fréttir:
Litið við hjá Bátasmiðjunni Rán
Tímamót hjá Bátasmiðjunni Rán


Ve­ri­ Ý dag
Ve­urst÷­in Papey kl.03:00:00
Hiti:6,7 ░C
Vindßtt:S
Vindhra­i:10 m/sek
Vindhvi­ur:13 m/sek
 
 
Ve­urst÷­in Teigarhorn kl.03:00:00
Hiti:7,6 ░C
Vindßtt:SSA
Vindhra­i:5 m/sek
Vindhvi­ur:9 m/sek
 
 
Ve­urst÷­in Hamarsfj÷r­ur kl.03:00:00
Hiti:8,4 ░C
Vindßtt:SA
Vindhra­i:5 m/sek
Vindhvi­ur:8 m/sek
 
 
Flˇ­ og Fjara: 30.5.2020
smmffl
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            
Fj÷lmenningarsetur
Fiskmarka­ur Dj˙pavogs
═sland.is