Fréttir
22.11.2013 - Í nóvember
 

Við höfum gert ýmislegt í nóvember hér í leikskólanum.  Við héldum upp á daga myrkurs þar sem við tókum fyrir himinngeiminn og veðrið.  Börnin á Kríudeild unnu verkefni með hnettina og norðurljósin en börnin á Krummadeild unnu verkefni með veðrið, rigningu og snjó.   Þessi verkefni voru svo til sýnis í gestavikunni. 

 

Hnettir í geimnum

Norðurljósin

Snjókornin

Rigningin

Áður höfðu börnin á Kríudeild unnið verkefni tengd hafinu og voru þau líka til sýnis á Kríudeild og kom einn afinn færandi hendi með hluti úr hafinu. 

 

Kórall og skeljar

Fiskar í hafinu

Dagur íslenskrar tungu var á laugardegi og héldum við upp á hann á föstudeginum.  Búið var að kjósa fallegasta orð íslenskrar tungu: Ljósmóðir og ákváðu börnin á Kríudeild að kynna sér það betur.  Þau teiknuðu svo myndir af ljósmóður. 

Myndir af ljósmæðrum og fingraþulan

 Ljósmóðir

Börnin á Krummadeild höfðu hins vegar verið að æfa fingraþuluna og elstu börnin teiknuðu myndir tengdar henni.

Fingraþulan

Síðan kom snjór og höfum við verið dugleg að fara út af renna í brekkunni hjá leikskólanum. 

út að renna

Kíkið í myndaalbúmið okkar sem er fullt af nýjum myndum úr starfi leikskólans

ÞS

 


Veðrið í dag
Veðurstöðin Papey kl.11:00:00
Hiti:0,8 °C
Vindátt:A
Vindhraði:3 m/sek
Vindhviður:4 m/sek
 
 
Veðurstöðin Teigarhorn kl.11:00:00
Hiti:0,6 °C
Vindátt:ASA
Vindhraði:1 m/sek
Vindhviður:2 m/sek
 
 
Veðurstöðin Hamarsfjörður kl.11:00:00
Hiti:0,5 °C
Vindátt:A
Vindhraði:1 m/sek
Vindhviður:2 m/sek
 
 
Flóð og Fjara: 19.4.2024
smþmffl
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        
             
Fjölmenningarsetur
Fiskmarkaður Djúpavogs
Ísland.is