FrÚttir
02.12.2013 - Auglřst eftir myndum af Austurlandi til marka­ssetningar
 

Markaðssvið Austurbrúar auglýsir eftir myndum af Austurlandi til markaðssetingar hérlendis sem erlendis, sem og til framleiðslu á póstkortum.

Markaðsvið Austurbrúar auglýsir eftir myndum af Austurlandi sem nota mætti til markaðssetingar sem og prentunar á póstkortum. Myndir sem falla vel að verkefninu munu verða valdar af sérstakri dómnefnd.
Keyptar verða myndir til markaðssetningar og prentunar á póstkort. Greitt verður kr. 5.000 fyrir hverja mynd og samið við hvern og einn um notkun hennar.

Óskað er eftir að áhugasamir sendi inn að hámarki 2 myndir í hverjum flokki, alls hámark 16 myndir frá hverjum ljósmyndara, miðað við eftirtalda flokka. Einnig má senda inn myndir í einstaka flokka:

1 Þéttbýli á Austurlandi: „Bærinn minn“
2 Söfn, setur og sögufrægir staðir
3 Áhugaverðir staðir í náttúrunni
4 Áhugaverð flóra á Austurlandi
5 Dýralíf á Austurlandi
6 Menningarlíf á Austurlandi
7 Fólkið á Austurlandi
8 Árstíðir Austurlands
9 Austurland í öðru ljósi

Æskilegt er að myndirnar endurpegli Austurland, samspil manns dýra og náttúru, séð með augum íbúa.

Leiðbeiningar:
Myndum ber að skila rafrænt í smárri upplausn (max. 800x600px) fyrir dómnefnd og er miðað við að ljósmyndarar eigi höfundarréttinn á myndunum sem hann/hún sendir inn. Hver mynd þarf að vera merkt höfundi í smáu letri hægra neðra horns. Tilgreina þarf fullt nafn ljósmyndara, netfang og kennitölu við innsendingu mynda. Koma þarf fram í hvaða flokk myndin telst, hvar hún sé tekin, hvenær og af hverju hún sé.

Þær myndir sem valdar verða þurfa að vera til í hárri upplaust fyrir prentun.

Skila ber myndum á tölvupóstfangið info@east.is fyrir 15. desember næstkomandi.


Ve­ri­ Ý dag
Ve­urst÷­in Papey kl.05:00:00
Hiti:7,3 ░C
Vindßtt:S
Vindhra­i:10 m/sek
Vindhvi­ur:14 m/sek
 
 
Ve­urst÷­in Teigarhorn kl.05:00:00
Hiti:7,9 ░C
Vindßtt:SSA
Vindhra­i:4 m/sek
Vindhvi­ur:7 m/sek
 
 
Ve­urst÷­in Hamarsfj÷r­ur kl.05:00:00
Hiti:10,4 ░C
Vindßtt:NA
Vindhra­i:3 m/sek
Vindhvi­ur:8 m/sek
 
 
Flˇ­ og Fjara: 30.5.2020
smmffl
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            
Fj÷lmenningarsetur
Fiskmarka­ur Dj˙pavogs
═sland.is