Fréttir
17.06.2007 - 17. júní hátíðarhöld á Djúpavogi
 

Í dag var 17. júní haldinn hátíðlegur að vanda en það voru UMF. Neisti og Björgunarsveitin Bára sem að stóðu að dagskránni sem var bæði fjölbreytt og skemmtileg. Dagurinn byrjaði í morgun með dorgveiðikeppni á bryggjunni, eftir hádegi var síðan skrúðganga frá Íþróttamiðstöðinni niður á Bjargstúnið. Fyrsti dagskrárliðurinn þar var ávarp fjallkonunnar en Ólöf Rún Stefánsdóttir leysti það hlutverk með sóma í glæsilegum búningi eins og sjá má á meðfylgjandi mynd. Þá var farið í ýmiskonar leiki fyrir eldri og yngri. Meðal atriða var kassabílaspyrna og mættu þrír bílar til leiks og var vel tekið á því. Einnig var boðið upp á stutta reiðtúra um svæðið með yngri kynslóðina sem var mjög vinsælt, en það var Kolbrún Arnórsdóttir og ömmubarn hennar og nafna sem að komu með reiðskjóta og teymdu þá um svæðið. Þá var rennibrautin sérstaklega vinsæl þar sem krakkarnir renndu sér á blautum plastdúk í brekkunni. Að síðustu var haldið niður á bryggju þar sem að keppt var m.a. í koddaslag og gaf kvenþjóðin þar ekkert eftir og létu sig hafa það að fara á kaf í ískalt Atlandshafið. Þá sýndu nokkrir garpar listir sínar með því að hjóla fram af bryggjukantinum á fleygiferð og enduðu í sjónum með miklum buslugangi. Að síðustu var yngri kynslóðinni boðið í bátsferð um voginn. Sérstök ástæða er hér til að þakka þeim aðilum er komu að undirbúningi þessa dags og er vonandi að framhald verði á og að enn fleiri gestir sjái sér fært að mæta að ári. Sjá meðfylgjandi myndir frá deginum. AS

 

 

 

 






 


 

 

 

 

 


Veðrið í dag
Veðurstöðin Papey kl.14:00:00
Hiti:0,6 °C
Vindátt:N
Vindhraði:16 m/sek
Vindhviður:20 m/sek
 
 
Veðurstöðin Teigarhorn kl.14:00:00
Hiti:1,0 °C
Vindátt:N
Vindhraði:9 m/sek
Vindhviður:15 m/sek
 
 
Veðurstöðin Hamarsfjörður kl.14:00:00
Hiti:1,4 °C
Vindátt:V
Vindhraði:13 m/sek
Vindhviður:22 m/sek
 
 
Flóð og Fjara: 29.3.2024
smþmffl
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            
Fjölmenningarsetur
Fiskmarkaður Djúpavogs
Ísland.is