Fréttir
24.02.2014 - Úrslit í spurningakeppni fermingarbarna
 

Úrslit í spurningakeppni  fermingarbarna á Austurlandi 2014  fór fram s.l. sunnudag 23. feb. eftir fjölskylduguðsþjónustu í Faskrúðsfjarðarkirkju. Þrjú lið kepptu til úrslita, þ.e. lið Djúpavogsprestakalls, lið Fáskrúðsfjarðar og lið Egilsstaða. Lið  Djúpavogsprestakalls sigraði eftir jafna og spennandi keppni, en liðið skipuðu þeir Ásmundur Ólafsson, Bergsveinn Ás Hafliðason og Jens Albertsson.

Þetta er í fjórða sinn sem spurningarkeppni fermingarbarna fer fram, en undankeppnin var á fermingarbarnanámskeiðinu í Kirkjumiðstöðinni við Eiðavatn í haust. Lið Egilsstaða hefur unnið  s.l. 3 ár og því haldið farandbikarnum sem vinningsliðið fær, en nú er sá bikar kominn í Djúpavogskirkju og verður þar næsta ár og vonandi lengur. 

Spurningar keppninnar voru almenns eðlis, en tengdust einnig því sem unglingarnir eru að fræðast um í fermingarundirbúningnum. Liðið stóð sig vel, en sigur vannst ekki fyrr en í lokaspurningunni og þá var það þekking okkar drengja um upprisu Jesú Krists á páskadag sem færði liðinu sigurinn, það var ánægjulegt!

Til hamingju með árangurinn fermingarbörn.

Sóknarprestur.

 


Bergsveinn Ás, Ásmundur og Jens að keppni lokinni


Veðrið í dag
Veðurstöðin Papey kl.23:00:00
Hiti:2,1 °C
Vindátt:S
Vindhraði:5 m/sek
Vindhviður:7 m/sek
 
 
Veðurstöðin Teigarhorn kl.23:00:00
Hiti:1,4 °C
Vindátt:SSA
Vindhraði:1 m/sek
Vindhviður:3 m/sek
 
 
Veðurstöðin Hamarsfjörður kl.23:00:00
Hiti:1,5 °C
Vindátt:ANA
Vindhraði:3 m/sek
Vindhviður:4 m/sek
 
 
Flóð og Fjara: 19.4.2024
smþmffl
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        
             
Fjölmenningarsetur
Fiskmarkaður Djúpavogs
Ísland.is