Fréttir
04.07.2007 - Nýr umsjónarmaður vefsíðu Djúpavogs
 

Eins og glöggir notendur vefsíðu Djúpavogshrepps hafa tekið eftir, þá er nýr aðili með skammstöfunina "ÓB" byrjaður, með miklum krafti, að setja inn fréttir hér á síðuna. En "ÓB" stendur fyrir Ólafur Björnsson og mun hann taka við af Birgir Th Ágústssyni sem afhendir honum pennann að fullu um miðjan mánuð.

Með nýjum mönnum koma nýjar áherslur. Ólafur er byrjaður með nýjan lið hérna á síðunni sem heitir "vinnustaðarölt" þar sem hann mun heimsækja fyrirtæki hér í bæ og smella af nokkrum myndum og spyrja frétta.

Ólafur Björnsson er frá Borgarfirði eystra, sonur Björns Aðalsteinssonar starfsmanns afgreiðslu Landsbankans á Borgafirði og Elísabetar Ólafsdóttur húsmóður. Ólafur er giftur Ingibjörgu Báru Gunnlaugsdóttur og eiga þau saman soninn Hilmi Dag.

Vefsíða Djúpavogs bíður Ólaf velkominn til starfa.

BTÁ


Veðrið í dag
Veðurstöðin Papey kl.13:00:00
Hiti:0,2 °C
Vindátt:NNA
Vindhraði:14 m/sek
Vindhviður:20 m/sek
 
 
Veðurstöðin Teigarhorn kl.13:00:00
Hiti:1,1 °C
Vindátt:NNV
Vindhraði:7 m/sek
Vindhviður:13 m/sek
 
 
Veðurstöðin Hamarsfjörður kl.13:00:00
Hiti:0,7 °C
Vindátt:V
Vindhraði:16 m/sek
Vindhviður:22 m/sek
 
 
Flóð og Fjara: 29.3.2024
smþmffl
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            
Fjölmenningarsetur
Fiskmarkaður Djúpavogs
Ísland.is