Fréttir
01.03.2014 - Samstarfsverkefni Háskóla Íslands og Djúpavogshrepps
 

Um síðustu helgi var fjölbreyttur og skemmtilegur hópur staddur hér á Djúpavogi, en þar voru á ferð háskólanemar til helminga innlendir og erlendir og kennarar þeirra í heimildarleit um það helsta er varðar menningarmál hér í sveitarfélaginu. Ástæða þessa er að við Háskóla Íslands er nú hægt að taka sérstakan áfanga, vettvangsnámskeið um safnaskipulag og menningarmál og möguleika Djúpavogshrepps í þeim málum.

Verkefnið er samstarfsverkefni Djúpavogshrepps og Háskóla Íslands og er þetta í fyrsta skipti sem slíku samstarfi er komið á hér á landi milli sveitarfélags og háskólasamfélagsins, en viðlíka samvinna er þekkt erlendis við góðan orðstýr.
Gauti Jóhannesson sveitarstjóri hafði milligöngu af hálfu Djúpavogshrepps að koma verkefninu á fót í nánu samstarfi við Sigurjón Hafsteinsson prófessor við HÍ. Verkefnið er styrkt af Menningaráði Austurlands. 

Skemmst er frá því að segja að heimsókn þessi var afar ánægjuleg í alla staði en hópurinn dvaldi hér á Djúpavogi frá föstudagskvöldi fram á miðjan mánudag. Tíminn var vel nýttur frá morgni til kvölds meðan á heimsókninni stóð og var allur laugardagurinn og sunnudagurinn einnig undir í kynningu af hálfu heimamanna á menningarlandslaginu hér í Djúpavogshreppi. Heilmikið kynningarefni var í boði af hálfu heimamanna og voru m.a. settar upp glærukynningar á Hótel Framtíð, Löngubúð og á Teigarhorni en um kynningar sáu Andrés Skúlason, Gauti Jóhannesson og Kristján Ingimarsson.  Þá fór hópurinn einnig að Berufirði þar sem Hrönn Jónsdóttir var með skemmtilega og fræðandi kynningu.  Þá tóku Berfirðingar á móti hópnum með frábærum veitingum í gamla bænum og voru einnig með góða leiðsögn um Nönnusafn.  Farið var líka í heimsókn á Steinasafn Auja og er óhætt að segja að sú heimsókn bæði leiðsögnin og steinarnir sjálfir hafi vakið mikla hrifningu meðal nemenda og hið sama má segja um heimsóknina í safnið hjá Vilmundi í Hvarfi.  Þá var farið með hópinn í skemmtilega vettvangsferð um gamla Hálsþorpið við Hamarsfjörð þar sem Kristján Ingimarsson var með mjög svo fræðandi leiðsögn. Þá tók Ágústa Arnardóttir á móti hópnum í Löngubúð og var þar með aldeilis flotta kynningu á fyrirtæki sínu Arfleifð sem vakti verðskuldaða athygli. Farið var yfir safnamál í Löngubúð og gömlu húsin og húsverndin og stefna í aðalskipulagi kynnt í þeim efnum.  
Komið var einnig við í félagsmiðstöð eldri borgara í  Tryggvabúð, þar sem dýrindis vöfflukaffi var á boðstólnum.  
Þá var listaverkið Eggin við Gleðivík einnig skoðað og vakti það sömuleiðis mikla hrifningu.   

Að lokinni nokkuð viðamikilli yfirferð á stöðu mála í sveitarfélaginu með glærukynningum og vettvangsferðum völdu nemendur sér endanlega viðfangsefni og skiptu sér upp í nokkra verkefnahópa sem munu svo hver um sig skila niðurstöðu í skýrsluformi við Háskólanum í lok áfangans í vor og verður óneitanlega gaman að sjá afraksturinn.                                  

Markmið Djúpavogshrepps með þessu metnaðarfulla samstarfsverkefni við Háskólasamfélagið er að horfa til þess að hægt verði að nýta afrakstur þessarar vinnu við áframhaldandi uppbyggingu í málaflokknum á svæðinu.

Til gamans má geta þess að svo mikil eftirsókn var við þennan áfanga við háskólann að loka þurfti fyrir skráningu þegar nemendur voru orðnir ríflega þrjátíu.  

Hér fylgja með nokkrar myndir frá þessari skemmtilegu heimsókn.

AS 

 



 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


Veðrið í dag
Veðurstöðin Papey kl.02:00:00
Hiti:-1,4 °C
Vindátt:NA
Vindhraði:7 m/sek
Vindhviður:9 m/sek
 
 
Veðurstöðin Teigarhorn kl.02:00:00
Hiti:-1,8 °C
Vindátt:V
Vindhraði:1 m/sek
Vindhviður:4 m/sek
 
 
Veðurstöðin Hamarsfjörður kl.02:00:00
Hiti:-1,6 °C
Vindátt:VSV
Vindhraði:3 m/sek
Vindhviður:4 m/sek
 
 
Flóð og Fjara: 19.4.2024
smþmffl
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        
             
Fjölmenningarsetur
Fiskmarkaður Djúpavogs
Ísland.is