Fréttir
07.07.2007 - Ferðamannabærinn Djúpivogur
 
Gríðarlega mikið hefur verið að ferðamönnum hér á Djúpavogi í sumar. Ferðaþjónusta hefur aukist mikið síðustu ár enda ferðamönnum fjölgað með hverju árinu sem líður. Rútur streyma inn daglega í tugavís, troðfullar af skælbrosandi ferðamönnum en einnig er mikið um að fólk leggi leið sína hingað á einkabílum. Það er víst ekki orðum ofaukið þegar sagt er að það finnist ekki það svæði hér á Djúpavogi þar sem ekki sést fróðleiksfús ferðamaður. Tjaldstæðið hefur verið svo að segja fullt í allt sumar enda einmuna veðurblíða leikið við Djúpavog þó kærkomin rigningin hafi gert aðeins vart við sig síðustu daga. Undirritaður kallar hana kærkomna því hann minnist þess ekki að það hafi rignt nokkurn dag í nýliðnum júnímánuði og gróður því orðinn tilfinnanlega rigningarþurfi. Það var þó þurrt í dag þegar Andrés nokkur Skúlason batt á sig myndavélina og smellti af nokkrum myndum sem sína vel ferðamannafjöldann hér á bæ.

ÓB































Veðrið í dag
Veðurstöðin Papey kl.15:00:00
Hiti:5,3 °C
Vindátt:S
Vindhraði:10 m/sek
Vindhviður:13 m/sek
 
 
Veðurstöðin Teigarhorn kl.15:00:00
Hiti: °C
Vindátt:
Vindhraði: m/sek
Vindhviður: m/sek
 
 
Veðurstöðin Hamarsfjörður kl.15:00:00
Hiti:5,7 °C
Vindátt:ANA
Vindhraði:5 m/sek
Vindhviður:10 m/sek
 
 
Flóð og Fjara: 20.4.2024
smþmffl
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        
             
Fjölmenningarsetur
Fiskmarkaður Djúpavogs
Ísland.is