Fréttir
11.07.2007 - Pláss fyrir allar kvenfélagskonurnar
 
Ný skrautfjöður bættist í ferðaþjónustuhatt íbúa Djúpavogshrepps í dag, en þá renndi í hlað ný 20 manna fólksflutningabifreið sérleyfisferða Hauks Elíssonar, en sérleyfisferðir þær eru í eigu Hauks og Stefaníu Hannesdóttur á Starmýri 2.
Bifreiðin er af gerðinni Benz og mjög vel búin til sinna nota með þægilegum sætum og góðum áklæðum. Ekki er að sjá mikinn mun á innréttingunni í henni og þeim fáu einkaþotum, sem heimildarmenn heimasíðunnar hafa fengið að líta inn í.
Þessi bifreið er enn ein viðbótin við hina sífellt vaxandi atvinnugrein, sem ferðaþjónusta er í Djúpavogshreppi.
Ekki skaðar að hún er svo stór að allar kvenfélagskonurnar í Vöku komast nú í einn bíl og gluggar ná það langt niður og hátt upp að jafnt háar sem lágar munu hafa gott útsýni, þegar þeyst verður af stað í næstu menningarferð. Haukur hefur verið sérlegur bílstjóri í slíkum ferðum undanfarin ár, en hefur fram til þessa haft ákveðnar áhyggjur af því að hafa ekki pláss fyrir allar valkyrjur staðarins.
Auk þess verða örugglega not fyrir eðalvagn þennan undir farþega skemmtiferðaskipanna, sem koma hér í sífellt vaxandi mæli. T.d. kemur hér tólfhundruð farþega skip seytjánda júlí, en við munum greina frekar frá því, þegar nær dregur.

Myndir: ASG
Texti: BHG









Veðrið í dag
Veðurstöðin Papey kl.17:00:00
Hiti:1,6 °C
Vindátt:NNV
Vindhraði:2 m/sek
Vindhviður:2 m/sek
 
 
Veðurstöðin Teigarhorn kl.17:00:00
Hiti:1,6 °C
Vindátt:SA
Vindhraði:2 m/sek
Vindhviður:4 m/sek
 
 
Veðurstöðin Hamarsfjörður kl.17:00:00
Hiti:1,9 °C
Vindátt:A
Vindhraði:2 m/sek
Vindhviður:6 m/sek
 
 
Flóð og Fjara: 19.4.2024
smþmffl
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        
             
Fjölmenningarsetur
Fiskmarkaður Djúpavogs
Ísland.is