Fréttir
15.03.2014 - Auja og Steinþór verðlaunuð fyrir úrvalsmjólk
 

Auja og Steinþór á Hvannabrekku voru nú á dögunum verðlaunuð þriðja árið í röð fyrir úrvalsmjólk. Verðlaun fá þeir innleggjendur sem lögðu inn mjólk í 1. flokki A í öllum mánuðum ársins. Hvannabrekka var í ár eina kúabúið á Austurlandi sem hlaut þessa viðurkenningu.

Það er metnaður allra mjólkurframleiðenda að viðhalda miklum gæðum í íslenskri mjólkurframleiðslu. Það eru gerðar mjög strangar gæðakröfur til allrar mjólkur sem er lögð inn. Það eru tekin sýni úr allri mjólk sem sótt. Kannað er hvort um lyfjaleyfar geti verið að ræða og vikulega eru mældir hinir ýmsu þættir, s.s. gerlamagn(líftala), frumutala og fitusýrur sem ákvarða síðan hvort mjólkin stenst gæðakröfur.

Ef hún stenst ekki gæðakröfur er hún verðfelld og/eða sett er á sölubann frá viðkomandi búi. Þeir sem aftur á móti koma allra best út í þessum mælingum fá greitt sérstakt álag á mjólkurverðið eftir hvern mánuð fyrir úrvalsmjók. Á hverju ári eru það alltaf nokkrir sem ná því að vera með úrvalsmjólk alla mánuði ársins. 

Flokkunarreglur frumutölu:       Flokkunarreglur líftölu:
1A fl.  0 -220,000                    1A fl: 0-25
1 fl. 220,000-400,000              1 fl. 25- 200
2 fl. 400,000-500,000              2 fl. 200-400
3 fl. 500,00-                           3 fl. 400-3000
                                             4 fl. 3000-

Meðaltal frumutölu á Hvannabrekku fyrir síðasta ár var: 127,000  Meðaltalið á Austurlandi var: 200,000

Meðaltal líftölu á Hvannabrekku fyrir síðasta ár var: 6   Meðaltalið á Austurlandi var: 17

Við sem hér búum vitum að við eigum framúrskarandi bændur í öllu sveitarfélaginu, en það er hins vegar afskaplega ánægjulegt að sjá þá fá verðskuldaða viðurkenningu fyrir vel unnin störf.

Við óskum Auju og Steinþóri innilega til hamingju með árangurinn.

ÓB

 


Veðrið í dag
Veðurstöðin Papey kl.14:00:00
Hiti:1,7 °C
Vindátt:N
Vindhraði:15 m/sek
Vindhviður:22 m/sek
 
 
Veðurstöðin Teigarhorn kl.14:00:00
Hiti:1,0 °C
Vindátt:N
Vindhraði:7 m/sek
Vindhviður:15 m/sek
 
 
Veðurstöðin Hamarsfjörður kl.14:00:00
Hiti:2,4 °C
Vindátt:SA
Vindhraði:2 m/sek
Vindhviður:11 m/sek
 
 
Flóð og Fjara: 28.3.2024
smþmffl
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            
Fjölmenningarsetur
Fiskmarkaður Djúpavogs
Ísland.is