Fréttir
28.03.2014 - Viðbrögð sveitarstjórnar Djúpavogshrepps
 

Sveitarstjórn Djúpavogshrepps vill í tilefni af fréttatilkynningu frá Vísi hf. í dag um áformaðar skipulagsbreytingar innan fyrirtækisins upplýsa íbúa Djúpavogshrepps um að fulltrúar sveitarfélagsins munu á næstu dögum og eins lengi og þurfa þykir beita sér af fullum krafti vegna þeirra hagsmuna sem í húfi eru fyrir byggðarlagið. Fulltrúar sveitarfélagsins hafa í dag átt fundi með fulltrúum Vísis hf, atvinnumálanefnd Djúpavogshrepps og öðrum hlutaðeigandi aðilum til að fara yfir og meta stöðuna.

Í framhaldi hafa fulltrúar sveitarfélagsins  nú þegar gert áætlanir sem miða að því að leita lausna og munu forsvarsmenn sveitarfélagsins funda með hlutaðeigandi og ráðamönnum í komandi viku með það fyrir augum.

Fulltrúar sveitarfélagsins munu beita sér fyrir því að sem allra fyrst verði hægt að og upplýsa íbúa nánar um framvindu mála og að sjálfsögðu vilja forsvarsmenn sveitarfélagsins trúa því að farsæl lending finnist á málum.


Veðrið í dag
Veðurstöðin Papey kl.07:00:00
Hiti:1,3 °C
Vindátt:NNA
Vindhraði:18 m/sek
Vindhviður:24 m/sek
 
 
Veðurstöðin Teigarhorn kl.07:00:00
Hiti:-0,1 °C
Vindátt:N
Vindhraði:4 m/sek
Vindhviður:7 m/sek
 
 
Veðurstöðin Hamarsfjörður kl.07:00:00
Hiti:0,0 °C
Vindátt:VSV
Vindhraði:2 m/sek
Vindhviður:5 m/sek
 
 
Flóð og Fjara: 29.3.2024
smþmffl
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            
Fjölmenningarsetur
Fiskmarkaður Djúpavogs
Ísland.is