Fréttir
17.07.2007 - Höfðingleg gjöf
 
Sunnudaginn 15. júlí afhentu Elís Þórarinsson frá Starmýri, Haukur sonur hans og kona Hauks, Stefanía Hannesdóttir, Ólöfu og Ásdísi Ríkarðsdætrum grip, sem faðir þeirra Ríkarður Jónsson, listamaður frá Strýtu í Hálsþorpi gerði árið 1916. Um er að ræða lítið "blekstativ", listavel unnið eins og vænta mátti. Verkið er búið að vera í eigu ættar Elísar frá upphafi. Var það upphaflega gefið Jóni Hall á Starmýri, en gekk síðar til Elísar.
Eftir að hafa verið þátttakendur í ánægjulegri kvöldskemmtun á Hótel Framtíð kvöldið áður, báru Haukur og Stefanía það undir Elís, hvort ekki væri vel við hæfi að koma listasmíð þessari í hendur Ríkarðssafns. Öðlingurinn Elís Þórarinsson, sem dvelur nú á Helgafelli á Djúpavogi, tók eins og vænta mátti vel í þessa hugmynd, sem framkvæmd var snarlega. Eins og fram kemur annarsstaðar á síðunni er nú búið að tilkynna um áform þeirra systra að standa fyrir byggingu stærðar safna- og menningarhúss á Djúpavogi.
Hér að neðan má sjá mynd frá afhendingunni, en einnig má sjá mynd af verkinu.


Texti: BHG
Myndir: BHG og Stefanía Hannesdóttir


Aftari röð: Íris Birgisdóttir (f.h. Ríkarðssafns), Ásdís Ríkarðsdóttir
Fremri röð: Elís Þórarinsson (með listaverkið í höndunum), Ólöf Ríkarðsdóttir



Listverkið er einkar glæsilegt

Veðrið í dag
Veðurstöðin Papey kl.02:00:00
Hiti:-1,4 °C
Vindátt:NA
Vindhraði:7 m/sek
Vindhviður:9 m/sek
 
 
Veðurstöðin Teigarhorn kl.02:00:00
Hiti:-1,8 °C
Vindátt:V
Vindhraði:1 m/sek
Vindhviður:4 m/sek
 
 
Veðurstöðin Hamarsfjörður kl.02:00:00
Hiti:-1,6 °C
Vindátt:VSV
Vindhraði:3 m/sek
Vindhviður:4 m/sek
 
 
Flóð og Fjara: 19.4.2024
smþmffl
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        
             
Fjölmenningarsetur
Fiskmarkaður Djúpavogs
Ísland.is