Fréttir
06.05.2014 - Val í ljósmyndun
 

Í valgrein í vetur var haldið ljósmyndanámskeið, leiðbeinandi var Ester S. Sigurðardóttir.

Krakkararnir í 7-10 bekk fóru út og mynduðu það sem þeim þótti áhugavert. Mikill ljósmyndaáhugi er meðal unglinga í skólanum. Gaman er að sjá hvað hugsun og frumlegheit fengu að njóta sín og skapandi nálgun á efni sem þau tóku fyrir var skemmtilegt.

Unnu þau myndirnar í myndvinnsluforritið Picasa sem allir geta nálgast frítt á netinu. Þetta er mjög einfalt og þægilegt forrit sem nemendur voru fljótir að tileinka sér. Með þessu myndvinnsluforriti er með einföldum aðgerðum hægt að lagfæra ýmsa galla í ljósmyndum. Einnig að búa til video og setja tónlist með og flytja yfir á YouTube.  Allar þær myndir sem þau tóku og völdu á sýninguna eru í myndbandinu en hver nemandi fekk að velja eina mynd til sýningar í Löngubúð. Unnar voru um 50 myndir.

Afrakstur þessa námskeiðis er listsýning á vegum List án landamæra sem er árleg listahátíð með áherslu á fjölbreytileika mannlífsins. Á hátíðinni vinnur listafólk saman að allskonar list með frábærri útkomu. Þátttakendur í hátíðinni 2013 voru um 600 manns og viðburðir um 60 talsins. Hátíðin hefur stuðlað að samvinnu við listasöfn, starfandi listafólk, leikhópa og tónlistarfólk svo eitthvað sé nefnt.

Sýningin „List án landamæra“ verður í Löngubúð frá og með 10. maí nk. Við bjóðum alla velkomna í Löngubúð til að njóta þeirra mynda sem verða til sýnis á listahátíðinni.

ESS

 


Veðrið í dag
Veðurstöðin Papey kl.15:00:00
Hiti:0,9 °C
Vindátt:NNV
Vindhraði:12 m/sek
Vindhviður:20 m/sek
 
 
Veðurstöðin Teigarhorn kl.15:00:00
Hiti:0,7 °C
Vindátt:NNV
Vindhraði:7 m/sek
Vindhviður:16 m/sek
 
 
Veðurstöðin Hamarsfjörður kl.15:00:00
Hiti:1,0 °C
Vindátt:V
Vindhraði:11 m/sek
Vindhviður:21 m/sek
 
 
Flóð og Fjara: 29.3.2024
smþmffl
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            
Fjölmenningarsetur
Fiskmarkaður Djúpavogs
Ísland.is