Fréttir
13.05.2014 - Arfleifð í Ráðhúsi Reykjavíkur
 

Fréttatilkynning frá Arfleifð:

Nk. Fimmtudag hefst vorsýning Handverks og hönnunar í Ráðhúsi Reykjavíkur í þriðja sinn en haustsýningarnar hafa verið haldnar undanfarin 13 ár í október-nóvember.

Sýningarnar eru faglega og fallega settar upp og leytast er við að hafa hóp sýnenda sem fjölbreyttastan. Það er gríðarlega mikils virði fyrir landsbyggðarfólk í framleiðslu, hönnun, handverki og/ eða listum að komast á svona sýningar til að kynna sig og sitt.

Arfleifð hönnunar- og framleiðslufyrirtæki, sem hefur höfuðstöðvar sínar á Djúpavogi, var nú valið af dómnefnd í fjórða sinn til að taka þátt á sýningunni og eru starfsmenn Arfleifðar mjög spenntir og vonast til að sem flestir á höfuðborgarsvæðinu og nágrenni sjái sér fært að mæta á sýninguna.

Arfleifð verður með töluvert af nýjum vörum sem ekki hafa áður verið til sýnis á höfuðborgarsvæðinu og ber þá helst að nefna töskurnar „Sunnu“ og „Sunnevu“ sem unnar eru úr hreindýraleðri með fiskiroðs loki og bæði hringirnar sem festa axlarólina við töskuna og sylgjan sem lokar töskunni eru gerðar úr hreindýrshornum sem fengin eru hjá handverksmanninum Jóni Friðriki Sigurðssyni sem einnig starfar við handverk og framleiðslu á Djúpavogi.

Auk Arfleifðar eru um 30 fjölbreyttir og flottir sýnendur frá öllu landinu, hér má sjá listann yfir þá:
http://www.handverkoghonnun.is/radhusid/thatttakendur/

Og hér má sjá myndir frá síðustu haustsýningum en þá var einnig Steinunn Björg í Sólhól í hópi sýnenda með sín glæsilegu ofnu verk:
http://www.handverkoghonnun.is/pages/islenska/radhusid/radhusid-2013/nov/myndir_nov_2013/november-2013/page/2/
http://www.handverkoghonnun.is/pages/islenska/radhusid/radhusid-2013/nov/myndir_nov_2013/november-2013/page/5/

Af Arfleifð er það einnig að frétta að í byrjun maí birtist 8 blaðsíðna tískuþáttur í tímartinu Man magasín- https://www.facebook.com/ManMagasin en myndirnar voru teknar í Hálsaskógi og á svörtu söndunum við Djúpavog og hafa vakið gríðarlega athygli. Það er engin smá kynning fyrir lítið fyrirtæki eins og Arfleifð að fá svona margar og góðar myndir birtar í tímariti sem prentað er í þúsundum eintaka og dreift um allt land.

Það er vonandi að þessi kynning skili enn fleiri ferðamönnum í verslun Arfleifðar í sumar, en verslunin var endurhönnuð og betrumbætt af innanhús arkitektunum og systrunum Ölfu og Rán Freysdætrum í apríl. Verslunin opnaði aftur á Hammond hátíðinni og fékk gríðarlega góðar viðtökur sem og mikla athygli, enda algjörlega fáránlega flott verslun með algjörlega einstökum vörum.

ÓB

 

 

 


Veðrið í dag
Veðurstöðin Papey kl.12:00:00
Hiti:0,4 °C
Vindátt:A
Vindhraði:3 m/sek
Vindhviður:4 m/sek
 
 
Veðurstöðin Teigarhorn kl.12:00:00
Hiti:0,5 °C
Vindátt:S
Vindhraði:3 m/sek
Vindhviður:4 m/sek
 
 
Veðurstöðin Hamarsfjörður kl.12:00:00
Hiti:0,7 °C
Vindátt:A
Vindhraði:1 m/sek
Vindhviður:3 m/sek
 
 
Flóð og Fjara: 19.4.2024
smþmffl
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        
             
Fjölmenningarsetur
Fiskmarkaður Djúpavogs
Ísland.is