Fréttir
26.05.2014 - Viljayfirlýsing um frumkvöðlasetur á Djúpavogi
 

Austurbrú ses., Afl starfsgreinafélag og Djúpavogshreppur hafa undirritað viljayfirlýsingu um stofnun frumkvöðlaseturs á Djúpavogi. Tilgangur setursins er að styðja frumkvöðla við að hrinda hugmyndum sínum í framkvæmd og skapa þannig ný atvinnutækifæri á Djúpavogi og víðar í landshlutanum.

Þjónusta við frumkvöðla og aðstoð við stofnun og rekstur fyrirtækja er hluti af grunnþjónustu Austurbrúar ses. en stofnunin veitir samræmda og þverfaglega þjónustu tengda atvinnulífi, menntun og menningu á Austurlandi. Austurbrú mun fyrst um sinn veita vinnu við stofnun frumkvöðlasetursins forstöðu en stefnt er að því að ráðinn verði sérstakur verkefnastjóri til starfa í haust, að því gefnu að til þess fáist fjármagn.

Gert er ráð fyrir að sótt verði um styrk til starfsemi frumkvöðlaseturins til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis sem og annarra stofnana og sjóða sem starfa á þessum vettvangi. Einnig verður leitað eftir samstarfi við Nýsköpunarmiðstöð Íslands og aðra fagaðila á sviði nýsköpunar og klasasamstarfs.

Sem fyrr segir er tilgangur setursins að ýta undir sprotastarfsemi og skapa þannig ný atvinnutækifæri á Djúpavogi og víðar í landshlutanum. Sérstök verkefnastjórn mun setja reglur um að aðgang að frumkvöðlasetrinu og verður greitt fast mánaðargjald fyrir hverja vinnustöð. Ennfremur mun einyrkjum standa til boða vinnuaðstaða í setrinu.

Afl starfsgreinafélag leggur setrinu til að byrja með til húsnæði í húsinu Sambúð, Mörkinni 12 á Djúpavogi auk aðgangs að nettengingu. Þá mun Djúpavogshreppur leggja frumkvöðlasetrinu til 250.000 kr. til að standa straum af nauðsynlegum stofnkostnaði.

Nánari upplýsingar veitir Jóna Árný Þórðardóttir (jona@austurbru.is), starfandi framkvæmdastjóri Austurbrúar í síma 470 3801.

 

Fréttatilkynning frá Austurbrú


Veðrið í dag
Veðurstöðin Papey kl.22:00:00
Hiti:1,0 °C
Vindátt:S
Vindhraði:2 m/sek
Vindhviður:3 m/sek
 
 
Veðurstöðin Teigarhorn kl.22:00:00
Hiti:1,1 °C
Vindátt:SSA
Vindhraði:2 m/sek
Vindhviður:4 m/sek
 
 
Veðurstöðin Hamarsfjörður kl.22:00:00
Hiti:0,7 °C
Vindátt:ANA
Vindhraði:3 m/sek
Vindhviður:5 m/sek
 
 
Flóð og Fjara: 19.4.2024
smþmffl
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        
             
Fjölmenningarsetur
Fiskmarkaður Djúpavogs
Ísland.is