Fréttir
20.07.2007 - Nýju húsin hans Þóris
 
Nýju gistihúsin hans Þóris Stefánssonar, hótelstjóra, eru tilbúin. Húsin eru fjögur og öll hin glæsilegustu. Hvert hús tekur allt að fjóra í gistingu og er aðstaða öll til fyrirmyndar. Undirritaður var þó allra hrifnastur af hreinlætisaðstöðunni en hún inniheldur forláta sturtuklefa sem einn og sér er næg ástæða til að panta þarna gistingu. Húsin eru 22fm að stærð en með palli er heildarstærð 32 fm. Fyrstu gestirnir gistu í húsunum 17. júlí sl. og voru þá öll húsin fullnýtt.

Nóg hefur verið að gera á Hótel Framtíð í sumar og er gaman að segja frá því að met var slegið í gær (18. júlí) þegar hvorki fleiri né færri en 103 voru í gistingu.

Fréttasíðan óskar Þóri að sjálfsögðu innilega til hamingju með nýju húsin.

ÓB


 Hér gefur að líta Hótel Framtíð í allri sinni dýrð, nýju húsin vinstra megin




Stoltur hótelstjóri






Inni í einu húsinu, Þórir nýbúinn að klára uppvaskið...


Svefnaðstaðan


Hreinlætisaðstaðan og sturtuklefinn frægi


Það má vart á milli sjá hvor er myndarlegri; Búlandstindur eða Þórir


Veðrið í dag
Veðurstöðin Papey kl.09:00:00
Hiti:0,5 °C
Vindátt:NNA
Vindhraði:19 m/sek
Vindhviður:25 m/sek
 
 
Veðurstöðin Teigarhorn kl.09:00:00
Hiti:-0,5 °C
Vindátt:NNA
Vindhraði:3 m/sek
Vindhviður:9 m/sek
 
 
Veðurstöðin Hamarsfjörður kl.09:00:00
Hiti:0,5 °C
Vindátt:VSV
Vindhraði:4 m/sek
Vindhviður:6 m/sek
 
 
Flóð og Fjara: 29.3.2024
smþmffl
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            
Fjölmenningarsetur
Fiskmarkaður Djúpavogs
Ísland.is