Fréttir
24.07.2007 - Góð auglýsing fyrir Djúpavog
 

Ari Guðjónsson, Djúpavogsbúi, sendi okkur skemmtilegar myndir sem hann tók í Flugstöð Leifs Eiríkssonar fyrir stuttu. Þar rakst hann á auglýsingaskilti fyrir sælgætið "Djúpur" frá sælgætisgerðinni Freyju, en góðgætið þekkja Djúpavogsbúar vel enda dregur það nafn sitt af Djúpavogi. Byrjað var að framleiða sælgætið árið 2003, þegar í Álftafirði var starfrækt útibú frá Freyju sem sérhæfði sig eingöngu í framleiðslu á lakkrís. Djúpur hafa lifað góðu lífi síðan, þó útibúið hafi fært sig um set, enda einstaklega bragðgott sælgæti þar á ferð og nafnið gott, þó ekki sé hlaupið að því fyrir hvern sem er að fallbeygja það.

Lesendum til glöggvunar og gamans skal hér fylgja rétt fallbeyging:

Hér eru Djúpur
um Djúpur
frá Djúpum
til Djúpna

Þetta er semsagt kvenkyns orð í fleirtölu og beygist eins og rjúpur.

En auglýsingaskiltið, sem er hið glæsilegasta, inniheldur örstutta samantekt um Djúpavog og verður þetta að teljast mjög góð auglýsing fyrir okkur.
Fréttasíðan þakkar Ara kærlega fyrir myndirnar.

 

 



 


Veðrið í dag
Veðurstöðin Papey kl.08:00:00
Hiti:0,8 °C
Vindátt:NNA
Vindhraði:22 m/sek
Vindhviður:28 m/sek
 
 
Veðurstöðin Teigarhorn kl.08:00:00
Hiti:1,0 °C
Vindátt:NNA
Vindhraði:6 m/sek
Vindhviður:11 m/sek
 
 
Veðurstöðin Hamarsfjörður kl.08:00:00
Hiti:0,1 °C
Vindátt:VSV
Vindhraði:5 m/sek
Vindhviður:9 m/sek
 
 
Flóð og Fjara: 28.3.2024
smþmffl
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            
Fjölmenningarsetur
Fiskmarkaður Djúpavogs
Ísland.is