Fréttir
25.07.2007 - Búlandstindur
 
Göngur á Búlandstind hafa verið stundaðar lengi, enda þótt flestir hafi í brauðstriti fyrri daga talið sig hafa þarfara að gera en klífa tinda. M.a. segir Stefán Jónsson, fréttamaður, rithöfundur og Alþingismaður skemmtilega frá einni slíkri í bókinni “Að breyta fjalli”. Vitað er um nokkra tugi fólks, sem farið hafa á tindinn sumarið 2007 og síðustu sumur hafa einnig margir spreytt sig á þessu viðfangsefni. Mjög brýnt er orðið að koma fyrir vatnsheldum kassa við tindinn, svo allir, sem þangað koma, geti skráð nöfn sín og menn þannig haldið skrá yfir þá sem spreyta sig á þessari þraut og standast hana.

Við fengum fyrir skömmu sendar 5 myndir, sem teknar eru úr fjallgöngu fyrir rúmlega 40 árum, en í texta með þeim segir að gangan hafi verið farin um miðnætti í eilífðarbirtu sumarsins það ár. Orðrétt segir:

Myndir frá Búlandstindi

Var að kíkja á myndasafnið ykkar og datt í hug af því tilefni að senda meðfylgjandi fimm myndir úr göngu á Búlandstind sumarið 1964, um miðjan júní. Myndirnar voru teknar skömmu eftir miðnætti, en engu að síður í sólskini (sól skín nokkurn veginn úr norðri). Fjallgöngumenn voru Óli Björgvinsson og undirritaður.

Þið eigið auðvitað nóg úrval af myndum frá Búlandstindi, en kannski ekki endilega frá þessum tíma. Mér sýnist í fljótu bragði að að sandarnir virðist þarna hærra úr sjó og þurrari en sést á nýlegum myndum.

Með bestu kveðju,

Rafn Kjartansson
”.



Tekið er fram að Rafn Kjartansson rekur ættir sínar hingað og er sonur Kjartans Karlssonar og Kristínar Björnsdóttur, en Kjartan (bróðir Más Karlssonar) var oddviti Búlandshrepps í yfir 30 ár.

Rafn er í dag kennari við Háskólann á Akureyri, en hann mun hafa búið á Djúpavogi til ársins 1967. Ferðafélagi hans, Óli Björgvinsson bjó lengi á Djúpavogi og gegndi m.a. starfi sveitarstjóra hér til margra ára.


BHG / ÓB













Veðrið í dag
Veðurstöðin Papey kl.02:00:00
Hiti:-1,4 °C
Vindátt:NA
Vindhraði:7 m/sek
Vindhviður:9 m/sek
 
 
Veðurstöðin Teigarhorn kl.02:00:00
Hiti:-1,8 °C
Vindátt:V
Vindhraði:1 m/sek
Vindhviður:4 m/sek
 
 
Veðurstöðin Hamarsfjörður kl.02:00:00
Hiti:-1,6 °C
Vindátt:VSV
Vindhraði:3 m/sek
Vindhviður:4 m/sek
 
 
Flóð og Fjara: 19.4.2024
smþmffl
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        
             
Fjölmenningarsetur
Fiskmarkaður Djúpavogs
Ísland.is