Fréttir
24.06.2014 - Rúllandi snjóbolti-5, Djúpivogur
 

Alþjóðlega myndlistarsýningin „Rúllandi snjóbolti-5, Djúpivogur“ verður opnuð laugardaginn 12. júlí nk. kl. 15:00 í Bræðslunni á Djúpavogi. Alls taka 33 listamenn frá Kína, Evrópu og Íslandi þátt í sýningunni sem er skipulögð af Chinese European Art Center (CEAC).

Sýningin er samvinnuverkefni Djúpavogshrepps og CEAC. Þessi kínversk-evrópska menningarmiðstöð er löngu orðin þekkt í kínverska og evrópska listaheiminum og hefur staðið fyrir mörgum, stórum sýningum í Kína. Ísland er fyrsta landið utan Kína þar sem stofnunin stendur fyrir sýningu.

Flestir listamannana sem þátt taka í sýningunni eru alþjóðlegir. Nú í sumar 2014 munu Hollensku gestalistamennirnir Marjan Laaper og Scarlett Hooft Graafland dvelja á staðnum og vinna að list sinni fyrir sýninguna ,,Rúllandi Snjóbolti-5“ með þrjátíu og þremur listamönnum frá Kína og Evrópu. Þátttakendur fyrir Íslands hönd eru Erró, Ragnar Kjartansson Ragna Róbertsdóttir, Rúrí, Hrafnkell Sigurðsson, Þór Vigfússon, Sara Riel, Árni Guðmundsson, Kristján Guðmundsson og Sigurður Guðmundsson. 

Við hvetjum ykkur til að fylgjast með á Facebooksíðu sýningarinnar. Þar má m.a. sjá myndir af undirbúningi sýningarrýmisins í bræðslunni.

ÓB


Veðrið í dag
Veðurstöðin Papey kl.00:00:00
Hiti:-1,9 °C
Vindátt:NA
Vindhraði:7 m/sek
Vindhviður:8 m/sek
 
 
Veðurstöðin Teigarhorn kl.00:00:00
Hiti:-1,5 °C
Vindátt:A
Vindhraði:4 m/sek
Vindhviður:6 m/sek
 
 
Veðurstöðin Hamarsfjörður kl.00:00:00
Hiti:-1,1 °C
Vindátt:A
Vindhraði:3 m/sek
Vindhviður:5 m/sek
 
 
Flóð og Fjara: 19.4.2024
smþmffl
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        
             
Fjölmenningarsetur
Fiskmarkaður Djúpavogs
Ísland.is