Fréttir
15.07.2014 - Rúllandi snjóbolti 5 fær frábærar viðtökur
 

Síðast liðinn laugardag var sýningin Rúllandi snjóbolti 5 opnuð í bræðslunni á Djúpavogi. Áður en sýningin var opnuð formlega var boðið upp á harmonikkuspil og síðan voru flutt ávörp og samhliða var boðið upp á fjölbreyttar veitingar úr héraði, allt í anda Cittaslow og á höndum heimamanna sem skal hér þakkað sérstaklega fyrir sína aðkomu.

Af öðrum ólöstuðum er sérstök ástæða til að þakka þeim Þór Vigfússyni og Ölfu Freysdóttir fyrir frábært framlag sitt við allan undirbúning og umgjörð þessa stórkostlega listviðburðar hér á Djúpavogi. 
Síðast en ekki síst er vert að þakka þeim Sigurði Guðmundssyni og Ineke fyrir sýndan hlýhug til Djúpavogs og mikinn metnað við að koma þessum stórkostlega listviðburði og samstarfsverkefni á laggirnar og þá ber að þakka sömuleiðis öllum öðrum frábærum listamönnunum sem lögðu til listaverk á sýninguna til upplifunar fyrir heimamenn og gesti sem eiga eftir að njóta á næstu vikum. 

Um 270 manns heimamenn og gestir víða að mættu á þennan stóra listviðburð sem forseti Íslands opnaði formlega ásamt May Lee forstjóra CEAC. Óhætt er að segja að viðtökur hafi í alla staði verið framar öllum vonum en frá opnunardegi hafa um 100 manns á dag skoðað sýninguna sem er kærkomin viðbót við listaverkið Eggin í Gleðivík sem stendur við hlið bræðslunnar. Sjá að öðru leyti fyrri umfjöllun: http://www.djupivogur.is/adalvefur/?id=38349

Sýningin verður opin 11:00 - 16:00 alla daga vikunnar til 15 ágúst. 

Hér eru nokkrar myndir frá opnunarhátíð Rúllandi snjóbolti 5 á Djúpavogi sem að við vonum að verði árlegur viðburður.

AS

 

 

  Sýningarhúsið - bræðslan á Djúpavogi

 

Ólafur Eggertsson á Berunesi spilaði á harmonikku við opnunina

Auður Gautadóttir - Ásdís Hauksdóttir og Rán Freysdóttir báru fram veitingar

 Duglegar að venju - Kvenfélagið Vaka  

Auður Gautadóttir ber fram góðgæti gert af Kvenfélaginu Vöku á Djúpavogi

Þór Vigfússon listamaður og May Lee forstjóra CEAC

Alfa Freysdóttir verkefnisstjóri og May Lee

 Annelie Musters deildarstjóri CEAC í Amsterdam leggur lokahönd á merkingar

Ævar Orri Eðvaldsson Hótel Framtíð galdrar fram krækling

Svavar P Eysteinsson og Berglind H frá Karlsstöðum buðu upp á dýrindis Bulsur og fl.
http://www.bulsur.is/um-bulsur/

 

Margt um manninn við opnun

Gauti Jóhannesson sveitarstjóri flutti ávarp 


May Lee forstjóri CEAC 

Forseti lýðveldisins Ólafur Ragnar Grímsson flutti ávarp

May Lee - Ineke Guðmundsson - Dorrit Moussaieff - Ólafur R Grímsson - ásamt listakonunum
Scarlett Hooft Graafland og Marjan Laaper sem dvalið hafa á Djúpavogi síðustu vikur.

Listamaðurinn Sigurður Guðmundsson - Dorrit Moussaieff - Ólafur R Grímsson - May Lee
og Ineke Guðmundsson stofnandi Chinese European Art Center

 

 Magnús Árni Skúlason og Goddur

 

  Ólafur forseti og May Lee opna sýninguna

 

 

Gjörningur Sigurðar Guðmundssonar "Fullt hús" vakti mikla athygli  

Um 270 manns mættu við opnun sýningarinnar

Kristján Guðmundsson listamaður og Signý Ormarsdóttir fulltrúi Menningarmála á
Austurlandi.

Goddur

Scarlett Hooft Graafland og Kristján Guðmundsson 

Þorbjörg Sandholt með sýningarskrána klára

Sigurður Guðmundsson 

Guðmundur Helgi Stefánsson virðir eitt listaverkana fyrir sér - sýningarrýmið glæsilega í bakgrunni.

Stór videolistaverk í bræðslunni f.v. eftir Ragnar Kjartansson og Marjan Laaper

 


Veðrið í dag
Veðurstöðin Papey kl.12:00:00
Hiti:1,0 °C
Vindátt:N
Vindhraði:19 m/sek
Vindhviður:25 m/sek
 
 
Veðurstöðin Teigarhorn kl.12:00:00
Hiti:0,3 °C
Vindátt:NNV
Vindhraði:7 m/sek
Vindhviður:14 m/sek
 
 
Veðurstöðin Hamarsfjörður kl.12:00:00
Hiti:1,9 °C
Vindátt:VSV
Vindhraði:2 m/sek
Vindhviður:11 m/sek
 
 
Flóð og Fjara: 28.3.2024
smþmffl
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            
Fjölmenningarsetur
Fiskmarkaður Djúpavogs
Ísland.is