Fréttir
27.07.2007 - Veðurstöðvar
 

Glöggir hafa vafalaust tekið eftir því að hér til hægri á síðunni eru veðustöðvarnar Teigarhorn og Papey komnar upp. Veðurstöðin Öxi hefur staðið þarna ein sl. mánuði og því kærkomin viðbót að fá hinar stöðvarnar inn því eðlilega nýta fjölmargir sér þessar upplýsingar. Einnig mjá sjá töflu sem sýnir flóð og fjöru.
Þess má til gamans hæsti hiti á Íslandi mældist á Teigarhorni í Berufirði 22. júní 1939. Þá fór hitinn í 30.5°C

Tekið af www.vedur.is:

Athugunarmaðurinn á Teigarhorni, Jón Kr. Lúðvíksson, las 30,3°C af mælinum þennan dag. Með færslunni fylgdi eftirfarandi pistill: „22. þ.m. steig hiti hátt eins og skýrsla sýnir. Var vel að gætt að sól náði ekki að hita mælira. Tel ég því hita rjétt mælda". Þegar hámarksmælirinn var tekinn í notkun sýndi hann 0,2°C of lágan hita, hámarkið var því hækkað um 0,2°C í útgefnum skýrslum.

Þó hefur hiti á Teigarhorni mælst 36°C en það var 24. september 1940.

Tekið af www.vedur.is:

Hitametinu frá Teigarhorni í september 1940 (36,0°C) er því miður ekki hægt að trúa eins og á stendur. Í veðurskýrslunni frá Teigarhorni í september 1940 stendur eftirfarandi: „24. þ.m. kom hitabylgja. Stóð stutt yfir. Hún kom á tímabili kl. 3-4, en stóð aðeins stutta stund. Sjómenn frá Djúpavogi urðu hennar varir útá miðum út af Berufirði".

Á venjulegum athugunartímum var hiti sem hér segir: Kl. 9, 5,2°C, kl. 15, 13,1°C og 12,7°C kl. 22. Vindur var hægur af norðvestri og hálfskýjað eða skýjað. Hvergi annars staðar á landinu varð sérstakra hlýinda vart og almennt veðurlag gefur ekki tilefni til að vænta mætti mets. Einnig aukast efasemdir þegar í ljós kemur að eitthvað ólag virðist á fleiri hámarksmælingum á stöðinni í þessum mánuði.

Grein um hitamet á Íslandi má finna á þessari slóð: http://www.vedur.is/vedur/frodleikur/greinar/nr/1000

ÓB


Hitamælaskýli á húsvegg á Teigarhorni í Berufirði 24. júlí 1959. Ljósmynd: Þórir Sigurðsson.
Tekin af www.vedur.is




Veðrið í dag
Veðurstöðin Papey kl.02:00:00
Hiti:2,2 °C
Vindátt:S
Vindhraði:8 m/sek
Vindhviður:11 m/sek
 
 
Veðurstöðin Teigarhorn kl.02:00:00
Hiti:1,3 °C
Vindátt:Logn
Vindhraði:0 m/sek
Vindhviður:4 m/sek
 
 
Veðurstöðin Hamarsfjörður kl.02:00:00
Hiti:2,3 °C
Vindátt:A
Vindhraði:3 m/sek
Vindhviður:5 m/sek
 
 
Flóð og Fjara: 20.4.2024
smþmffl
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        
             
Fjölmenningarsetur
Fiskmarkaður Djúpavogs
Ísland.is