Fréttir
05.09.2014 - Nafnasamkeppni um frumkvöðlasetur á Djúpavogi
 

Efnt er til nafnasamkeppni á nýja frumkvöðlasetrinu sem opnar á Djúpavogi í byrjun október næstkomandi. Setrið verður í húsakynnum Afls í Sambúð, Mörk 12.

Frumkvöðlasetrið er samstarfsverkefni Austurbrúar, Afls starfsgreinafélags og Djúpavogshrepps. Tilgangur setursins er að ýta undir sprotastarfsemi og standa við bakið á einyrkjum, og skapa þannig ný atvinnutækifæri á Djúpavogi og víðar í landshlutanum.

Nafnatillögur má senda í tölvupósti á frumkvodlasetur@djupivogur.is eða skila á skrifstofu Djúpavogshrepps, Bakka 1.

Síðasti dagur til að skila inn tillögum er miðvikudagurinn 10. september.

 

                     Nánari upplýsingar gefur Alfa Freysdóttir verkefnisstjóri sími 894-8228


Veðrið í dag
Veðurstöðin Papey kl.08:00:00
Hiti:0,8 °C
Vindátt:NNA
Vindhraði:22 m/sek
Vindhviður:28 m/sek
 
 
Veðurstöðin Teigarhorn kl.08:00:00
Hiti:1,0 °C
Vindátt:NNA
Vindhraði:6 m/sek
Vindhviður:11 m/sek
 
 
Veðurstöðin Hamarsfjörður kl.08:00:00
Hiti:0,1 °C
Vindátt:VSV
Vindhraði:5 m/sek
Vindhviður:9 m/sek
 
 
Flóð og Fjara: 28.3.2024
smþmffl
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            
Fjölmenningarsetur
Fiskmarkaður Djúpavogs
Ísland.is