Fréttir
31.07.2007 - Söngfuglar að sunnan
 
Góðir gestir heimsóttu Djúpavogskirkju laugardaginn 28. júlí s.l., en það voru söngvararnir Sigrún Hjálmtýsdóttir (Diddú) og Bergþór Pálsson, ásamt undirleikaranum Önnu Guðnýju Guðmundsdóttur.
Á efnisskránni voru í upphafi eingöngu íslenzk verk eftir ýmsa af ástsælustu laga- og ljóðahöfundum landsins. Að loknu hléi var um stund horfið til annarra landa og m.a. flutt sígild óperu- og óperettuverk. Í lokin var síðan aftur róið á heimamið og boðið upp á lög og ljóð íslenzkra höfunda.
Djúpavogskirkja hentar mjög vel til tónleikahalds og er hljómburður í henni talinn góður. Því miður voru gestir frekar fáir, eða um 20. Þeir fengu hins vegar svo sannarlega að njóta eyrna- og augnakonfekts í hæsta gæðaflokki, þar sem að söngfuglarnir léku við hvurn sinn fingur og voru mjög óþvingaðir og líflegir, auk þess að skila tónlistinni á þann átt að ekki verður á betra kosið.
Diddú hefur slíka útgeislun að maður er steinhissa á því að eitthvert af orkufyrirtækjunum skuli ekki vera búið að “kaupa hana fyrir löngu”. Einnig er Bergþór sérlega skemmtilegur á sviði og hefur sömuleiðis góða nærveru. Anna Guðný “hélt sig meira á mottunni”, en gerði alla hluti ákaflega vel, af miklu öryggi og án óþarfa skrauts. Ekki þarf að fjölyrða um hæfileika Diddú og Bergþórs í söng, því flutningur þeirra var að sjálfsögðu mjög áheyrilegur, auk þess sem lífleg sviðsframkoman átti sinn þátt í að kalla fram ánægjubros allra viðstaddra.
Undirritaður er ekki í nokkrum vafa um að þessir tónleikar eru þeir beztu og skemmtilegustu, sem hann hefur farið á og er þó af ýmsu góðu að taka.

Texti: BHG
Myndir: Dúna









Veðrið í dag
Veðurstöðin Papey kl.14:00:00
Hiti:1,6 °C
Vindátt:S
Vindhraði:1 m/sek
Vindhviður:2 m/sek
 
 
Veðurstöðin Teigarhorn kl.14:00:00
Hiti:1,2 °C
Vindátt:SSA
Vindhraði:2 m/sek
Vindhviður:4 m/sek
 
 
Veðurstöðin Hamarsfjörður kl.14:00:00
Hiti:1,0 °C
Vindátt:A
Vindhraði:1 m/sek
Vindhviður:3 m/sek
 
 
Flóð og Fjara: 19.4.2024
smþmffl
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        
             
Fjölmenningarsetur
Fiskmarkaður Djúpavogs
Ísland.is