Fréttir
05.08.2007 - Hvalreki við Hvaley
 

Fyrir skemmstu tilkynnti Kolbrún Arnórsdóttir íbúi á Djúpavogi undirrituðum að hvalur væri rekinn á land út á Búlandsnesi.
Við nánari athugun kom í ljós að þarna var stór Andanefja á ferð og má segja að hún hafi rekið upp á mjög viðeigandi stað en hvalurinn liggur sem sagt í fjörunni sunnan undir Hvaley. Andanefjan liggur töluvert hátt uppi í fjörunni og mun hræið því auðsjáanlega daga þarna uppi. Þetta er fremur stór hvalur eða 7 - 8 metrar að lengd. Búið er að tilkynna fundinn til Hafrannsóknarstofnunar, en stofnunin tekur á móti tilkynningum vegna hvalreka og annast rannskóknir á hvalhræjum ef þurfa þykir. Hvalhræið er orðið töluvert gamalt en er engu að síður mjög heillegt og alveg þess virði að skoða það þarna í fjörunni. Hér má sjá meðfylgjandi myndir af hvalnum.
Fjöldi andanefja (Hyperoodon ampullatus) á hafsvæðunum umhverfis landið yfir sumartímann er talin um 42.000 dýr. AS

 

 

 

 

Hvalurinn liggur þar sem rauði punkturinn er.


Veðrið í dag
Veðurstöðin Papey kl.15:00:00
Hiti:1,9 °C
Vindátt:N
Vindhraði:18 m/sek
Vindhviður:24 m/sek
 
 
Veðurstöðin Teigarhorn kl.15:00:00
Hiti:1,6 °C
Vindátt:N
Vindhraði:6 m/sek
Vindhviður:15 m/sek
 
 
Veðurstöðin Hamarsfjörður kl.15:00:00
Hiti:2,8 °C
Vindátt:ASA
Vindhraði:3 m/sek
Vindhviður:9 m/sek
 
 
Flóð og Fjara: 28.3.2024
smþmffl
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            
Fjölmenningarsetur
Fiskmarkaður Djúpavogs
Ísland.is