Fréttir
09.08.2007 - Eftirsóttur stóll
 
Í morgun gerðist það á hreppsskrifstofunni í Geysi að þekktur sjónvarps- og útvarpsmaður, Gísli Einarsson, hertók stól sveitarstjórans og hafði á orði að þaðan yrði ekki hægt að aka honum, hvorki út né suður. Gísli er hér á ferðinni til að vinna fréttatengt efni og hefur eins og fleiri hrifizt af byggðarlaginu og þeirri þjónustu, sem það hefur upp á að bjóða. Líkaði honum dvölin svo vel að hann ákvað að taka sveitarstjórann og umsjónarmann heimasíðunnar í “gíslingu” og kvaðst eigi burtu mundu þaðan víkja fyrr en orðið yrði að kröfum hans um að komast í sundlaugina á staðnum. Var auðvelt að verða við því, þar sem Íþróttamiðstöðin, var opnuð strax kl. 7 í morgun, löngu áður en Gísli fór að snyrta hár sitt fyrir annir dagsins.

Sveitarstjórinn sá fram á tekjulækkun ef hans biði að skipta um sæti við Gísla og vandaði honum ekki kveðjurnar:

Núna má ég borða bruður,
beittir vorum (G/g)-ísla töku.
Asni, sem er út og suður,
ei fær hjá mér góða stöku.

Myndir: ÓB
Texti: BHG



Gísli var glaðbeittur við "gíslatökuna" og virtist ekkert skammast sín fyrir uppátækið


Sveitarstjórinn reyndi að bera sig mannalega þrátt fyrir svívirðalega framkomu Gísla


Haft er eftir sveitarstjóranum að "...Gísli hafi hamast í öllum tækjum og tökkum á skrifstofunni og virt að vettugi ítrekaðar beiðnir um að fikta ekki í bókhaldinu..."


"Lausnargjaldið" - Umrædd sundlaug sem Gísli heimtaði að fá að baða sig í.


Veðrið í dag
Veðurstöðin Papey kl.07:00:00
Hiti:4,7 °C
Vindátt:VSV
Vindhraði:2 m/sek
Vindhviður:4 m/sek
 
 
Veðurstöðin Teigarhorn kl.07:00:00
Hiti:3,1 °C
Vindátt:N
Vindhraði:1 m/sek
Vindhviður:3 m/sek
 
 
Veðurstöðin Hamarsfjörður kl.07:00:00
Hiti:4,8 °C
Vindátt:A
Vindhraði:3 m/sek
Vindhviður:5 m/sek
 
 
Flóð og Fjara: 20.4.2024
smþmffl
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        
             
Fjölmenningarsetur
Fiskmarkaður Djúpavogs
Ísland.is