Fréttir
11.08.2007 - Gömul vinnubrögð
 
Sem betur fer getur maður í þessu hraða og tæknivædda landi okkar ennþá fundið fólk sem heldur í gömlu vinnubrögðin. Gömlu vinnubrögðin eru kannski ekki á hverju strái en ef maður leitar vel leynast þau hér og þar. Undirritaður hélt á sinn gamla vinnustað í morgun, í beitningarskúrinn hjá Eyfreyjunesi. Hjá Eyfreyjunesi eru þrír beitningarmenn sem beita fyrir einn bát, Öðling SU19. Landbeitning er atvinnugrein sem sem síðustu ár hefur smátt og smátt hörfað undan tæknivæddum beitningavélarbátum nútímans. Þó er á Djúpavogi beitt á tveimur stöðum; hjá Eyfreyjunesi og fyrir útgerðina Festi en þar beita að jafnaði 6-8 manns. Meðfylgjandi myndir voru teknar í Eyfreyjunesskúrnum.

Eins þefaði undirritaður uppi gömul vinnubrögð hjá Bigga og Ella í Ósnesi. Þeir voru að hamast við að gella hausa. Þau vinnubrögð standa vel undir nafni sem "gömul vinnubrögð". Þeir gella stærri hausana en einnig skera þeir kinnarnar úr þeim stærstu. Hvorutveggja er svo látið liggja í pækli uns það er tilbúið til þurrsöltunar. Þó undirritaður sé nú ekki yfir sig hrifinn af þessum afurðum vilja margir meina að gellur og kinnar séu herramanns matur.

Þá held ég að best sé að láta myndirnar tala sínu máli enda myndu þær segja tífalt meira þó að ég væri búinn að hripa niður 1000 orð.

ÓB


Bræðurnir Kristófer og Jacek


Jacek er án efa með efnilegri beitningarmönnum landsins


En Katrín án nokkurs vafa með þeim bestu


Það er sannarlega vandað til verka við niðurlagninguna


Kristófer leggur lokahönd á línu númer tvö


19 línur komnar inn á frost


Hér erum við komin í gellunina með Bigga


Og þarna rífur hann kinnina úr vesalings hausnum


Það er eins gott að þessi kuti bíti vel


Þó Guðlaugur eigi fátt skylt við gömul vinnubrögð þá er ekki alveg laust við að hann hafi verið nývaknaður

Veðrið í dag
Veðurstöðin Papey kl.11:00:00
Hiti:0,5 °C
Vindátt:N
Vindhraði:17 m/sek
Vindhviður:25 m/sek
 
 
Veðurstöðin Teigarhorn kl.11:00:00
Hiti:0,6 °C
Vindátt:N
Vindhraði:6 m/sek
Vindhviður:9 m/sek
 
 
Veðurstöðin Hamarsfjörður kl.11:00:00
Hiti:1,4 °C
Vindátt:SSV
Vindhraði:3 m/sek
Vindhviður:5 m/sek
 
 
Flóð og Fjara: 29.3.2024
smþmffl
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            
Fjölmenningarsetur
Fiskmarkaður Djúpavogs
Ísland.is