Fréttir
15.08.2007 - Nýr málsháttur
 
Sveitarstjóri Djúpavogshrepps, Bj. Hafþór Guðmundsson, gerði sér lítið fyrir og samdi nýjan málshátt í gær. Tilefnið var það að í fundarherbergi hreppsskrifstofunnar í Geysi var verið að setja saman nokkur orð um sögu þess merka húss. Þar sat Sveinn Kristján Ingimarsson og ritaði niður fróðleik frá föður sínum, Ingimar Sveinssyni. Ingimar er flestum fróðari um sögu Djúpavogs og mátti Kristján hafa sig allan við að rita niður þær upplýsingar sem faðir hans þuldi upp. Þá varð einhverjum að orði að hvað ungur nemur, gamall temur. Fannst sveitarstjóra að sá góði málsháttur ætti ekki beint við í þessu sambandi og vildi leggja út frá honum. Eftir nokkra kaffibolla og mikla umhugsun komst sveitarstjóri loks að niðurstöðu og sagði stoltur:

Hvað aldnir lifa, ungir skrifa.

Voru viðstaddir sammála um að sveitarstjóra hafi tekist vel upp í þetta sinn (sem hann sjálfur telur frekar sjaldgæft) og fékk hann að launum mikið lof og klapp á bakið.

Þess má til gamans geta að sagan sem verið var að rita um sögu Geysis mun birtast á vefsíðu Djúpavogshrepps innan tíðar.

ÓB


Hvað aldnir lifa, ungir skrifa - Ingimar Sveinsson og Sveinn Kristján Ingimarsson



Þrátt fyrir miklar annir gáfu þeir feðgar sér tíma til að brosa fyrir myndatökumann

Veðrið í dag
Veðurstöðin Papey kl.23:00:00
Hiti:-1,5 °C
Vindátt:NA
Vindhraði:7 m/sek
Vindhviður:8 m/sek
 
 
Veðurstöðin Teigarhorn kl.23:00:00
Hiti:-1,2 °C
Vindátt:ASA
Vindhraði:3 m/sek
Vindhviður:6 m/sek
 
 
Veðurstöðin Hamarsfjörður kl.23:00:00
Hiti:-1,3 °C
Vindátt:ANA
Vindhraði:2 m/sek
Vindhviður:3 m/sek
 
 
Flóð og Fjara: 19.4.2024
smþmffl
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        
             
Fjölmenningarsetur
Fiskmarkaður Djúpavogs
Ísland.is