Fréttir
25.11.2014 - Designs from Nowhere hlýtur fyrstu Hönnunarverðlaun Íslands
 

Hönnunarverkefnið „Austurland: Designs from Nowhere“ fékk Hönnunarverðlaun Íslands sem voru afhent í fyrsta sinn í gær við hátíðlega athöfn í Kristalsal Þjóðleikhússins. Dómnefnd bárust ríflega 100 tilnefning og tilnefndi fjögur verkefni sem þóttu sigurstranglegust.

Stofnun Hönnunarverðlauna Íslands er mikið fagnaðarefni fyrir íslenskt hönnunarsamfélag, en vægi hönnunar í menningu okkar, samfélagi og viðskiptalífi er óðum að aukast og því mikilvægt vekja athygli á og auka skilning á gildi góðrar hönnunar. Austurland: Designs from Nowhere, er verkefni sem snýst um að kanna möguleika til framleiðslu og atvinnuuppbyggingar á Austurlandi, þar sem notast er við staðbundin hráefni og þekkingu. Karna Sigurðardóttir vöruhönnuður og kvikmyndaleikstjóri og Pete Collard, listrænn stjórnandi hjá Design Museum í London áttu frumkvæði að verkefninu og fengu til liðs við sig hönnuðina Þórunni Árnadóttur, Max Lamb, Juliu Lohmann og Gero Grundmann til að þróa sjálfstæð verkefni í nánu samstarfi við handverksfólk og fyrirtæki á Austfjörðum.

Í tilkynningu frá dómnefnd segir: „Verkefnið þykir sýna á afar sannfærandi hátt að hlutverk hönnuða í dag felst í æ ríkari mæli í því að efla sýn og auka metnað til sköpunar og framleiðslu. Landsbyggðin hefur víða notið góðs af aðkomu hönnuða og hafa mörg sveitarfélög á Íslandi, fyrirtæki og bændur tekið þátt í fjölbreyttum verkefnum á síðustu árum, þar sem leitast er við að finna nýjar leiðir í hráefnisnotkun og atvinnusköpun með mjög góðum árangri. Verkefnið, sem var bundið við Austurland, sýnir að samstillt sýn og virðing fyrir menningu á hverjum stað, þar sem handverk, þekking og staðbundinn efniviður er kannaður til hlítar, felur í sér aukin tækifæri til að skapa framúrskarandi verk og hlýtur að vera hvatning öllum til handa.“

Meðal verkefna í Designs from nowhere er heimildamyndin The more you know. The more you know unnin af Kristínu Örnu Sigurðardóttur og Sebastian Ziegler. Myndin fjallar um upplifun hönnuðanna, sem tóku þátt í verkefninu, á Austurlandi.

Sá hluti af kvikmyndinni sem snýr að Djúpavogshreppi eru hugleiðingar Max Lamb um aðlögun hans sem utanaðkomandi listamanns að umhverfi hreppsins og samskiptum við heima- og listamanninn Villa í Hvarfi.

Það er mikil hvatning fyrir uppbyggingu skapandi greina á Austurlandi að verkefnið skuli hljóta þann heiður að fá  fyrstu hönnunarverðlaun Íslandssögunnar.  Design From Nowhere byggir á hugmyndafræði MAKE by Þorpið sem fjallar um að hámarka nýtingu á staðbundum hráefnum, leiða saman ólíka þekkingu og færni og samnýta fjármuni og mannauð svæðisins.  Design From Nowhere er eitt af þeim verkefnum sem urðu til á lokaráðstefnu MAKE it happen sem var haldin í lok September 2012.  Þar varð til tengslanet sem leiddi til alþjóðlegrar samvinnu og samstarfs þvert á mismunandi bakgrunn, þekkingu  og færni fólks innan og utan Austurlands. Design From Nowhere vinnur með netagerðinni Egersund á Eskifirði, Markúsi Nolte og Þórhalli Árnasyni hjá Þorpssmiðjunni á Egilsstöðum, Hjörleifi Gunnlaugssyni á Neskaupsstað, Vilmundi Þorgrímssyni á Djúpavogi ásamt hönnuðunum sem áður eru taldir upp.

Verkefnið var sýnt sem framlag Austurlands á Hönnunarmars 2014 í Spark design Space Reykjavík, síðan á Sumarsýningu Sláturhússins á Egilsstöðum í sumar og einnig á London design festival í September 2014. Austurbrú hefur komið að verkefninu með styrkveitingum frá Menningarráði Austurlands og Vaxtarsamningi en einnig hefur verkefnisstjóri skapandi greina hjá Austurbrú o.fl. ásamt SAM félaginu grasrótarsamtökum skapandi fólks á Austurlandi lagt verkefninu lið á verkefnistímanum. 

Verkefnið sem slíkt hefur nú þegar vakið mikla athygli  á því kraftmikla starfi sem er í gangi á Austurlandi á sviði skapandi greina. Hönnunarverðlaunin gefa byr í báða vængi og staðfesta að samstarf ólíkra aðila getur leitt til atvinnusköpunar sem byggir á sjálfbærni og möguleikum til að kynna Austurland fyrir heimsbyggðinni í gegnum einstaka vöru sem segir söguna um það hver við erum.

Meira um verkefnið má finna á vef Hönnunarsmiðstöðvar Íslands:
http://www.honnunarmidstod.is/Forsida/

Heimasíða verkefnisins:
http://designsfromnowhere.is/

ÓB


Þórunn Árnadóttir og Karna Sigurðardóttir vöruhönnuðir við verðlaunaafhendinguna. 
Mynd: Hönnunarveðlaun Íslands. 

 


Veðrið í dag
Veðurstöðin Papey kl.21:00:00
Hiti:1,1 °C
Vindátt:SSA
Vindhraði:2 m/sek
Vindhviður:3 m/sek
 
 
Veðurstöðin Teigarhorn kl.21:00:00
Hiti:0,2 °C
Vindátt:S
Vindhraði:2 m/sek
Vindhviður:3 m/sek
 
 
Veðurstöðin Hamarsfjörður kl.21:00:00
Hiti:0,7 °C
Vindátt:A
Vindhraði:3 m/sek
Vindhviður:5 m/sek
 
 
Flóð og Fjara: 19.4.2024
smþmffl
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        
             
Fjölmenningarsetur
Fiskmarkaður Djúpavogs
Ísland.is