Fréttir
14.01.2015 - Myndasýning í Tryggvabúð
 

Í gær var efnt til myndasýningar í Tryggvabúð, félagsaðstöðu eldri borgara á Djúpavogi. Tilgangurinn er fyrst og fremst sá að merkja það mikla magn sem til er af gömlum myndum í vörslu sveitarfélagsins. Þar að auki er þetta hin besta skemmtun og þau voru ansi mörg andlitin sem ljómuðu í gær, þegar myndirnar tóku marga af viðstöddum mörg ár aftur í tímann, hvað eftir annað.

Óhætt er því að segja að vel hafi tekist til á þessari fyrstu sýningu, en til stendur að endurtaka þetta nokkrum sinnum því nóg er til af myndum.

Rúmlega 20 manns mættu og spáðu og spekúleruðu í þeim myndum sem birtar voru. Eftir einn og hálfan tíma lágu um 40 myndir í valnum og hafði tekist að merkja langstærstan hluta þeirra, bæði fólk og firnindi, hús og tilefni og svo auðvitað ártöl.

Afrakstur þessara myndasýninga, þ.e. merkingar þeirra, mun birtast hér á heimasíðunni á næstunni enda er mjög stór hluti þeirra mynda, sem sýndar verða, nú þegar á heimasíðunni. Við bætist svo að samkomur sem þessar gera það oftar en ekki að verkum að fólk fer að tína til gamlar myndir heima hjá sér og koma til okkar. Við hvetjum að sjálfsögðu alla til þess.

Fyrirhugað er að næsta sýning verði þegar nær dregur mánaðarmótum, en hún verður auglýst hér á heimasíðunni þegar þar að kemur.

Myndir frá gærdeginum má sjá með því að smella hér.

Texti: ÓB
Myndir: AS/ÓB


Veðrið í dag
Veðurstöðin Papey kl.12:00:00
Hiti:1,5 °C
Vindátt:N
Vindhraði:10 m/sek
Vindhviður:21 m/sek
 
 
Veðurstöðin Teigarhorn kl.12:00:00
Hiti:1,1 °C
Vindátt:N
Vindhraði:7 m/sek
Vindhviður:10 m/sek
 
 
Veðurstöðin Hamarsfjörður kl.12:00:00
Hiti:1,7 °C
Vindátt:V
Vindhraði:9 m/sek
Vindhviður:14 m/sek
 
 
Flóð og Fjara: 29.3.2024
smþmffl
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            
Fjölmenningarsetur
Fiskmarkaður Djúpavogs
Ísland.is