Fréttir
14.01.2015 - Síðbúnar myndir frá formlegri opnun Djúpsins
 

Einhverra hluta vegna hefur það algerlega farist fyrir að setja inn myndir frá opnun Djúpsins. Við getum lítið annað en beðist afsökunar á því og reyna að bæta úr því hér með.

Í vor undirrituðu Austurbrú ses., Afl starfsgreinafélag og Djúpavogshreppur viljayfirlýsingu um stofnun frumkvöðlaseturs á Djúpavogi. Tilgangur setursins er að styðja frumkvöðla við að hrinda hugmyndum sínum í framkvæmd og skapa ný atvinnutækifæri á Djúpavogi og víðar í landshlutanum. Setrið sem er staðsett í Sambúð hlaut nafnið Djúpið.

Að kvöldi 3. nóvember var Djúpið síðan formlega opnað. Gestum gafst kostur á að skoða aðstöðuna og njóta veglegra veitinga. Á þessari opnun tóku til máls Gauti Jóhannesson sveitarstjóri og Lára Vilbergsdóttir, verkefnastjóri hjá Austurbrú, auk Ölfu Freysdóttur verkefnastjóra Djúpsins.

Fyrr um daginn var haldið námskeiðið Sköpunarkjarkur í Djúpinu en þar kenndi Karl Guðmundsson, ráðgjafi í vöruþróun og markaðsmálum, á einföld verkfæri sem nýst get til að virkja sköpunarkraftinn. Námskeiðið var mjög vel sótt.

Myndir frá ofantöldu má sjá með því að smella hér.

ÓB


Veðrið í dag
Veðurstöðin Papey kl.23:00:00
Hiti:2,1 °C
Vindátt:S
Vindhraði:5 m/sek
Vindhviður:7 m/sek
 
 
Veðurstöðin Teigarhorn kl.23:00:00
Hiti:1,4 °C
Vindátt:SSA
Vindhraði:1 m/sek
Vindhviður:3 m/sek
 
 
Veðurstöðin Hamarsfjörður kl.23:00:00
Hiti:1,5 °C
Vindátt:ANA
Vindhraði:3 m/sek
Vindhviður:4 m/sek
 
 
Flóð og Fjara: 19.4.2024
smþmffl
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        
             
Fjölmenningarsetur
Fiskmarkaður Djúpavogs
Ísland.is