Fréttir
06.02.2015 - Dagur leikskólans 2015
 

Í dag 6. febrúar er dagur leikskólans en þetta er í áttunda sinn sem þessi dagur er haldinn hátíðlegur. Þetta er því  merkisdagur í íslenskri leikskólasögu en á þessum degi árið 1950 stofnuðu frumkvöðlar leikskólakennara fyrstu samtökin sín.   Tilgangurinn með þessum degi er að auka jákvæða umræðu um leikskólann, vekja umræðu um hlutverk leikskóla og starf leikskólakennara og kynna starfsemina út á við. 

Við í Bjarkatúni buðu því sveitarstjórn, fræðslunefnd og sveitarstjóra til morgunverðar inn á deildum.  Gauti, Andrés, Sóley, Rán og Hegla Rún komu og skiptu þau sér inn á deildirnar og fengu sér morgunmat með börnunum á deildunum.  Þau fylgdust svo með starfinu en eftir morgunverð var farið í samveru þar sem þjónn dagsins var valinn og farið yfir daginn og veðrið.  Þá var komið að valinu en á föstudögum er stórt val þar sem Tjaldadeild og Kríudeild velja saman sem að elstu krakkarnir á Krummadeild koma í heimsókn á Kríudeild. 

Andrés á Krummadeild

Gauti á Kríudeild

Það var því margt að sjá og upplifa bæði fyrir börnin og gestina en diskur flaug á gólfið inn á Krummadeild, weetabixinu var dýft ofan í glasið og bitið í því og voru nokkur fljót að grípa það og herma eftir.  Á Kríudeild þótti það sæta til tíðinda að einn fékk sér tvö weetabix í einu og gleymdi svo að segja takk fyrir mig þegar hann gekk frá disknum sínum.  Á Tjaldadeild vakti það mikla undrun meðal gestanna hvað börnin voru rosalega stillt og þæg. 

Rán og Helga Rún kíktu á Tjaldadeild

Síðan hafa deildirnar sett upp listaverk, Krummadeild er með verk á Neistatúninu, Kríudeild er með verk út í Samkaup/strax og Tjaldadeild er með verk í sparisjóðnum.  Við hvetjum ykkur til að skoða þessi verk barnanna. 

Fleiri myndir hér

ÞS


Veðrið í dag
Veðurstöðin Papey kl.18:00:00
Hiti:1,9 °C
Vindátt:ASA
Vindhraði:5 m/sek
Vindhviður:6 m/sek
 
 
Veðurstöðin Teigarhorn kl.18:00:00
Hiti:2,0 °C
Vindátt:SA
Vindhraði:3 m/sek
Vindhviður:5 m/sek
 
 
Veðurstöðin Hamarsfjörður kl.18:00:00
Hiti:2,3 °C
Vindátt:ASA
Vindhraði:2 m/sek
Vindhviður:4 m/sek
 
 
Flóð og Fjara: 16.4.2024
smþmffl
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        
             
Fjölmenningarsetur
Fiskmarkaður Djúpavogs
Ísland.is