Fréttir
15.02.2015 - Ljósmyndir af Henglu á Búlandsdal
 

Að undanförnu höfum við fylgst með hreinkýr hér á svæðinu sem hefur GPS sendibúnað um hálsinn. Hreinkýr þessi ber nafnið Hengla eftir Henglavíkinni þar sem hún var merkt þann 18. jan. síðast liðinn.

Eins og áður hefur komið fram er ætlunin að birta hér á heimasíðunni upplýsingar um ferðir Henglu með reglulegum hætti en í hverri viku sendir Skarphéðinn Þórisson starfsmaður Náttúrustofu Austurlands eina ferilmynd af ferðum Henglu til undirritaðs. Undirtektir við fréttaflutningi af Henglu hér á heimasíðunni hafa verið mjög góðar og er því stefnan sett á að halda uppteknum hætti.

Til frekari upplýsinga og til gamans fór undirritaður á slóðir Henglu inn á Búlandsdal í dag þar sem sást fljótlega til hennar í hópi hreindýra á svipuðum slóðum og hún hefur haldið sig að undanförnu.  Hér má sjá myndir af því tilefni sem teknar eru á nokkuð löngu færi, en hægt er að stækka myndirnar og sjá betur með því að tvíklikka á þær.    
Samantekt og myndir Andrés S.

 

 

 

 

 

 


Veðrið í dag
Veðurstöðin Papey kl.09:00:00
Hiti:3,8 °C
Vindátt:SSA
Vindhraði:4 m/sek
Vindhviður:5 m/sek
 
 
Veðurstöðin Teigarhorn kl.09:00:00
Hiti:5,6 °C
Vindátt:S
Vindhraði:5 m/sek
Vindhviður:8 m/sek
 
 
Veðurstöðin Hamarsfjörður kl.09:00:00
Hiti:5,7 °C
Vindátt:A
Vindhraði:5 m/sek
Vindhviður:7 m/sek
 
 
Flóð og Fjara: 20.4.2024
smþmffl
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        
             
Fjölmenningarsetur
Fiskmarkaður Djúpavogs
Ísland.is