Fréttir
18.02.2015 - Öskudagur í leikskólanum 2015
 

Öskudagurinn var haldinn með pomp og prakt í leikskólanum eins og venja er.  Börn og starfsfólk mætti prúðbúið til vinnu og byrjaði dagurinn á morgunmat.  Þá var farið í salinn og kötturinn sleginn úr tunnunni.  Þegar það hafðist að slá tunnunna í sundur var sest niður og bragðað á góðgætinu sem kom úr tunnunni.  Þegar flestir voru búnir með úr sínum poka var slegið í ball og tjúttað duglega.  Þegar þreyta var komin í hópinn var ballinu slaufað og allir settust niður og horfðu á Brúðubílinn á DVD.  Eftir hádegismatinn fóru elstu krakkarnir í gönguferð og sungu fyrir nammi en hin börnin fóru út í garð að leika og taka á móti krökkum sem komu og sungu fyrir okkur í leikskólanum. 


Krummadeild á öskudegi



Kríudeild á öskudegi



Tjaldadeild á öskudaginn

Yngsta leikskólatígrisdýr að slá í tunnunna

Elsa í Frozen var vinsæl

Meiri fjölbreytileiki var í búninngum strákanna en það voru tveir superman

Fleiri myndir af öskudegi hér

ÞS


Veðrið í dag
Veðurstöðin Papey kl.05:00:00
Hiti:1,8 °C
Vindátt:NNA
Vindhraði:17 m/sek
Vindhviður:23 m/sek
 
 
Veðurstöðin Teigarhorn kl.05:00:00
Hiti:0,6 °C
Vindátt:N
Vindhraði:5 m/sek
Vindhviður:9 m/sek
 
 
Veðurstöðin Hamarsfjörður kl.05:00:00
Hiti:1,2 °C
Vindátt:V
Vindhraði:3 m/sek
Vindhviður:7 m/sek
 
 
Flóð og Fjara: 29.3.2024
smþmffl
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            
Fjölmenningarsetur
Fiskmarkaður Djúpavogs
Ísland.is