Fréttir
24.02.2015 - Líf og starf í Tryggvabúð - myndasýning og fl.
 

Það var lif og fjör í Tryggvabúð í gær og nóg við að vera. Þegar undirritaður leit við var setið við vefstólana, meðan aðrir glugguðu í gamlar fréttaúrklippur og sýsluðu við annað.  

Seinni partinn var svo fullt hús af fólki í Tryggvabúð á myndasýningu sem undirritaður og Ólafur Björnsson stóðu fyrir og er það fjórða skipulagða myndasýningin sem haldin er frá áramótum í Tryggvabúð. Á þessari myndasýningu mættu nokkrir góðir Stöðfirðingar sem eiga ættir og uppruna að rekja að Krossi á Berufjarðarströnd en þaðan voru einmitt sýndar margar skemmtilegar myndir á sýningunni.

Myndirnar sem sýndar voru eru í eigu Alberts Geirssonar og var móðir hans Hjördís Albertsdóttir með honum í för til að útskýra myndefni og einnig veiðimaðurinn mikli og skipstjórinn Jens Albertsson sem á sínum yngri árum skokkaði gjarnan um sjávarbakkana á Krossi með byssu við hönd og stundaði einnig þaðan útræði og fékkst við hákarla og selveiðar áður en hann svo gerðist svo síðar á ævinni skipstjóri og aflakló á stærri skipum. Albert Geirsson hafði sömuleiðis frá mörgu að segja og fylgdi því myndefninu vel úr hlaði við góðar undirtektir gesta. Það var því virkilega gaman að fá heimsókn þessa og hlusta á fólkið frá Krossi segja sögur af útströndinni og fyrri tíðar lifnaðarháttum og sögur af samferðarfólki meðfram því sem gömlum myndum var varpað upp á tjald.

En hér fylgja með nokkrar myndir frá viðburðaríkum degi í Tryggvabúð og nokkrar gamlar myndir sem voru til sýnis.

Samantekt og myndir: Andrés S 

 

  

 Iðnar við vefstólana - Rúna - Erla og Stefanía


Það vefst ekkert fyrir Stefaníu Hannesdóttur 


B
jörn Jónsson í Faxatúni gluggar í gamlar fréttaúrklippur 


Björg - Björn og Bergþóra  

 

Myndasýning og góðir gestir frá Stöðvarfirði - Sigurlaug - Albert - Sigríður - Jens og Hjördís 

 

Salurinn þéttsetinn á myndasýningunni 


Margar skemmtilegar myndir til sýnis

 

 

Krossþorpið 

 

 

  


Veðrið í dag
Veðurstöðin Papey kl.17:00:00
Hiti:-0,5 °C
Vindátt:ANA
Vindhraði:7 m/sek
Vindhviður:10 m/sek
 
 
Veðurstöðin Teigarhorn kl.17:00:00
Hiti:-0,4 °C
Vindátt:ASA
Vindhraði:5 m/sek
Vindhviður:7 m/sek
 
 
Veðurstöðin Hamarsfjörður kl.17:00:00
Hiti:0,2 °C
Vindátt:A
Vindhraði:4 m/sek
Vindhviður:7 m/sek
 
 
Flóð og Fjara: 18.4.2024
smþmffl
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        
             
Fjölmenningarsetur
Fiskmarkaður Djúpavogs
Ísland.is