Aron í Afríku
1. kapítuli - Stultuþorpið Ganvie

Við ferðumst á mótorbát eftir vatninu. Allstaðar í kring eru fiskeldi, pálmablaðgreinar marka eldin í kassalaga kvíar. Við siglum í gegn meðan þær mynda hálfgerða götu fyrir okkur. Breiðgötu.

Konurnar sigla til baka. Þær eru að fara að landi. Kaupa vörur eða sinna erindum. Margar saman. Stundum. Fullt af litlum stelpum með mömmu sinni. Stundum er amma með. Þarna er ein. Um þrítugt. Litla barnið hangir á brjóstinu hennar sjúgandi meðan hún rær. Gamla konan veifar mér til baka. Ekki konan með barnið samt. Jú, núna. Ár í einni, veifar mér með hinni og barnið hangir áfram.

Mennirnir eru að veiða. Strákarnir virðast sumir frekar ungir. Unglingarnir samt. Hehe. Einn í hettupeysu með buxurnar fyrir neðan rass. Gulu stuttbuxurnar hangandi út fyrir. Maður getur haldið í stílinn þó maður búi í stultaþorpi. Feður með syni sína. Hvað eru þeir? 4 ára. Jæja eins gott að byrja bara. Þessi tveggja àra þarna gerir samt ekki mikið. Fær samt að vera með.

Ég sé kofa við eitt eldið. Fátæklegur. Örugglega bara vinnuskúr. Við förum lengra. Komum að þorpinu. Öll húsin eru svona. Kannski stærri samt. Virðast samt bara vera kofar. Verslanir. Sjoppur. Stórt þorp. Að sjálfsögðu. Vantar mig símakort. 3g. En ekki hvað.

Ganvie - 8 km frá landi

1,50 cm skítugt vatn 9 mánuði ársins
2,50 cm hreint vatn 4 mánuði ársins er ég að reikna þetta rétt?

Nei ókei
3 mánuðir hreint vatn
Þá er flóð

Konur mega ekki veiða fisk
Kallar mega ekki selja fisk

Tilapia
Krabbar
Steinbítur
Allt þetta hér í þessu stærsta vatni Benín

Þeir sem ekki veiða
selja bensín
ólöglega
frá Nígeríu

Þorpið upprunalega byggt til að flýja þrælahald

35 þúsund manns

Hvert heimili á 3 báta
1 til að veiða fisk
1 til að Selja fisk
og einn til að fara í skólann

Tvær aðalgötur í bænum.

Ástargatan kallast ein.
Þar hittast einhleypir á hverju kvöldi í bátunum sínum.

Sólarorka, smà.

Fínt að vera kominn í þorpið. Viðurinn í bátnum titrar svo útaf mótornum. Kitlar mig. Samt, enginn hérna er með mótor. Allir ýta sér bara áfram með löngum prikum. Stelpan þarna. Hvað er hún. Fimm ára. Ein. Að róa. Ókei. Flestir krakkar hér, segir hann, fara ein á bát í skólann við 4 ára aldur. Ókei.

Þau eru góð að róa. Kunna samt varla að labba. Þau labba svo sjaldan. Bara úr húsinu í bátinn og í næsta hús. Eða í kirkjuna.

Það er sunnudagur.
Þess vegna eru svona margir með hvíta kokkahatta í hvítum kjólum. Svona spari.

Messa í gangi þarna. Sönghæfileikar ekki skylda. Alls ekki. Bara trúa. Margir myndu samt missa trúna við svona söng. Jæja. Ég ætla svosum ekkert að dæma.

Stór vatnskrani. Á eyju. Allir að safna vatni í fötur og bala í bátunum sínum fyrir neðan til að sigla með heim. Það eru litlar eyjur hér. Fullbyggðar. Af kirkjum. Og moskum. Og fólkið útí vatni á stultum. Að sjálfsögðu. Forgangsraða.

Markaðurinn er ekki mjög líflegur í dag. Nokkrir bátar með ananas og plastfötur af einhverju drasli. Ekkert merkilegt. Bara eitthvað sem fólk kaupir. Lítið af því samt. Allir í messu.

Við leggjum bátnum. Göngum inn. Fullt af munum. Málverkum. Konur. Brjóstmynd. Mikil áhersla á brjóstin. Meiri karakter í þeim en andlitinu. Fallegt. Landslagsmyndir. Styttur og útskurður. Svo litlir stólar. Bara ávalur planki með rauf og annar með enda sem passar inní. Lítill lágur stóll. Skorið í bakið. Skemmtilegt. Einfalt.

Við förum. Leggjum aftur. Annað hús. Stórt. Eins og listagallerí. Tómt samt. Listamaðurinn bröltir á bakvið. Hendir hrúgu af myndum á gólfið. Allar í plasti. Hann nær í fleiri. Byrjar að hengja þær upp eina af annarri. Vandræðalegur eitthvað. Eins og hann hafi sofið yfir sig. Við hliðina eru nokkur hús. Unglingsstrákur að kasta neti fyrir framan þau. Listamaðurinn er ennþá að brölta með myndirnar. Við erum örugglega ekki að fara að kaupa neitt. Hann er krúttlegur samt. Handan við hornið kemur bátur. Lítil stelpa. Hvað er hún gömul? 3ja ára? Ein. Fer framhjá unglingnum að húsinu. Örugglega sínu. Nær í bróður sinn. Hann er eldri. Kannski 7 àra.

Þau koma hingað.

Ég gef þeim Vemamon kort. Við siglum burt. Gegnum þorpið. Og út. Þar sem við mætum hóp af fólki. Koma á einum bát. Eins og strætó. Engin stræti samt bara vatn. Og þetta er ekki vagn heldur bátur. Mikið af fólki samt. Aðrir bátar úr þorpinu koma til að sækja hvern og einn.

Við förum.


Aron Daði og Ugnius Hervar

 

 


Til baka
Veðrið í dag
Veðurstöðin Papey kl.11:00:00
Hiti:4,5 °C
Vindátt:SSA
Vindhraði:9 m/sek
Vindhviður:12 m/sek
 
 
Veðurstöðin Teigarhorn kl.11:00:00
Hiti:5,0 °C
Vindátt:ASA
Vindhraði:1 m/sek
Vindhviður:2 m/sek
 
 
Veðurstöðin Hamarsfjörður kl.11:00:00
Hiti:5,5 °C
Vindátt:A
Vindhraði:4 m/sek
Vindhviður:6 m/sek
 
 
Flóð og Fjara: 20.4.2024
smþmffl
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        
             
Fjölmenningarsetur
Fiskmarkaður Djúpavogs
Ísland.is