Fréttir
03.03.2015 - Endurvinnslukortið
 

Nýr linkur/flipi er komin í loftið hér á aðalsíðu Djúpavogshrepps sjá hér vinstra megin á síðunni merkt "Endurvinnslukortið"

Nýverið skrifaði Djúpavogshreppur fyrst sveitarfélaga í landinu undir samning við fyrirtækið Náttúra.is um þjónustuvef sem kallast endurvinnslukortið en mörg sveitarfélög hafa fylgt  í kjölfarið og þegar hafið innleiðingu á þessari þjónustu við íbúa sem og ferðamenn.  Í stuttu máli má segja að hér sé um að ræða miðlægan gagnagrunn þar sem íbúar og gestir geta á einfaldan hátt fengið ítarlegar upplýsingar um hvernig standa skal að endurvinnslu og skilum á hinum ýmsu efnum svo og hvernig þjónustu er almennt háttað á hverju svæði, sjá nánar hér.  Á aðalsíðu endurvinnslukortsins er m.a. hægt að stækka upp loftmynd þar sem hægt er að sjá nánari staðsetningu þeirra staða þar sem skila á viðkomandi efnum og svo þegar skrollað er niður á aðalsíðunni þá er hægt að sjá nánari lýsingu á hverjum stað fyrir sig með því að smella á nöfnin, sbr. Safnstöð Djúpavogs - garðaúrgangs- og jarðvegstippur - gámastöð við Háaura og endurvinnslan.

Þá eru flipar með fenúrmerkjum undir hverjum stað og ef smellt er á þá geta menn séð ítarupplýsingar og hverju á að skila á hvaða stað.  Ef smellt er t.d. á nafnið Safnstöð Djúpavogs eru þar upplýsingar um opunartíma og aðra þjónustu sem er í boði og hið sama á við um hina móttökustaðina.  Vefur þessi mun taka breytingum eftir því sem við á og í hvert sinn sem við kunnum að þurfa að breyta eða bæta umhverfi okkar í þessum efnum verður vefurinn lagaður að því og uppfærður.

Þá er þess að geta að hægt er að ná í sérstakt app í þessum efnum til að auðvelda leit sjá hér og svo hér. Þetta er líka gert fyrir þá sem eru á ferðalögum og vilja finna viðkomandi móttökustaði hvar sem er á landinu. En aðeins þau sveitarfélög sem eiga aðild að verkefninu er þar að finna.  

Fram til þessa hafa verið afar takmarkaðar upplýsingar á heimasíðu sveitarfélagsins um flokkun og endurvinnslu. sorphirðu og fl. En hér er hinsvegar leyst úr því öllu á einum og sama staðnum með mjög ítarlegum og góðum upplýsingum til hagsbóta fyrir íbúa og gesti okkar. 

Má segja að hér sé um að ræða mjög góða viðbót í Cittaslow sveitarfélaginu Djúpavogshreppi sem vinnur með sjálbærni að leiðarljósi á öllum sviðum samfélagsins. Það er von sveitarfélagsins að vefur þessi mælist vel fyrir meðal íbúa og þeir kynni sér hann vel í alla staði.   

                                                                       F.h. Djúpavogshrepps     

                                                                          Andrés Skúlason  

 

 

 

 

 

 

 

  

 

   

  


Veðrið í dag
Veðurstöðin Papey kl.12:00:00
Hiti:1,5 °C
Vindátt:N
Vindhraði:10 m/sek
Vindhviður:21 m/sek
 
 
Veðurstöðin Teigarhorn kl.12:00:00
Hiti:1,1 °C
Vindátt:N
Vindhraði:7 m/sek
Vindhviður:10 m/sek
 
 
Veðurstöðin Hamarsfjörður kl.12:00:00
Hiti:1,7 °C
Vindátt:V
Vindhraði:9 m/sek
Vindhviður:14 m/sek
 
 
Flóð og Fjara: 29.3.2024
smþmffl
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            
Fjölmenningarsetur
Fiskmarkaður Djúpavogs
Ísland.is