Fréttir
06.03.2015 - Djúpavogshreppur fyrstur með Endurvinnslukortið
 

Segja má að Djúpavogshreppur hafi á mörgum sviðum tekið forystu meðal sveitarfélaga er varðar sýn á umhverfis- og náttúrutengd málefni og í því teljum við margháttuð tækifæri leynst til framtíðar litið. Cittaslow verkefnið sem sveitarfélagið er nú innleiða af fullum krafti um þessar mundir fellur mjög vel að umhverfisstefnu sveitarfélagsins og allt snýst þetta nú á endanum um að hlúa að því sem fyrir er og um leið bæta samfélagið okkar og ímynd sveitarfélagsins.
Eitt af þeim verkefnum sem fulltrúar sveitarfélagsins hafa verið að vinna að á síðustu mánuðum og vikum er að koma upp skilvirkum og upplýsandi vef í samstarfi við fyrirtækið nattura.is en þar er hægt að sjá margvíslegt og fræðandi efni er varðar umhverfismál.

Það sem ber þó hæst í samstarfi sveitarfélagsins við natturu.is eins og nýverið hefur verið kynnt eru mjög ítarlegar og aðgengilegar upplýsingar til íbúa og gesta á vefnum Endurvinnslukortið sem er áberandi linkur á heimasíðu okkar en þar eru upplýsingar um allt á einum stað (sjá nánar á vef ) þar sem íbúar og gestir geta leitað upplýsina um allt er varðar flokkun og endurvinnslu, sorphirðu, staðsetningu móttökustaða, úrgangsmál almennt og fl.    

Hér má sjá síðan sjá meðfylgjandi frétt á heimasíðu nattura.is þar sem vakin er sérstök athygli á að Djúpavogshreppur er fyrst sveitarfélaga til að skrifa undir samning við fyrirtækið sjá nánar smella hér.  Við getum því verið bæði ánægð og stolt að hafa riðið á vaðið og hafa tekið forystu í þessum efnum.

Það hefur verið mat sveitarfélagsins að það sé árangursvænlegast að innleiða þennan málaflokk hægt og bítandi, leyfa honum að þróast aðeins og ekki taka of skref í einu og því höfum við fyrst og fremst verið að einbeita okkur til þessa að ná árangri með flokkun og endurvinnslu og staðreyndin er að langstærstur hluti íbúa stendur sig orðið mjög vel í þessum efnum og er það þakkarvert.

Næstu skref sem byrjað er að vinna að og er til umfjöllunar hjá Umhverfisnefnd Djúpavogshrepps er moltugerð og plastpokalaust sveitarfélag. Þessum verkefnum ætlar umhverfisnefnd sveitarfélagsins að vinna að á næstu vikum og mánuðum og leita bestu leiða í sátt við íbúana.  Það er von undirritaðs að þið góðir íbúar gefið ykkur smá tíma til að kynna ykkur þær nytsömu upplýsingarnar sem Endurvinnslukortið hefur að geyma samfélaginu til heilla.

                                                                                                   

                                                                           Form. Umhverfisn. DPV. 
                                                                             Andrés Skúlason 

 

 

 

Skrifað undir samning við nattúra.is  Guðrún Tryggvadóttir og Andrés Skúlason oddviti Djúpavogshrepps

 

 

 


Veðrið í dag
Veðurstöðin Papey kl.06:00:00
Hiti:0,5 °C
Vindátt:NNV
Vindhraði:3 m/sek
Vindhviður:6 m/sek
 
 
Veðurstöðin Teigarhorn kl.06:00:00
Hiti:0,6 °C
Vindátt:N
Vindhraði:1 m/sek
Vindhviður:3 m/sek
 
 
Veðurstöðin Hamarsfjörður kl.06:00:00
Hiti:1,7 °C
Vindátt:VSV
Vindhraði:8 m/sek
Vindhviður:11 m/sek
 
 
Flóð og Fjara: 18.4.2024
smþmffl
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        
             
Fjölmenningarsetur
Fiskmarkaður Djúpavogs
Ísland.is