Fréttir
06.03.2015 - Karlsstaðahjónunum færð gjöf frá sveitarfélaginu
 

Það hefur vísast ekki farið framhjá neinum að það er mikið líf í kringum Karlsstaðahjónin, Berglindi Häsler og Svavar Pétur Eysteinsson. Þau standa í miklum framkvæmdum á Karlsstöðum, en þar rís nú snakkverksmiðja og Havarí gistiheimili er að verða klárt. Ekki hefur verið minna um að vera á tónlistarsviðinu en þau eru eins og flestir vita meðlimir í Prins Póló.

Eins og við greindum frá fyrir skemmstu voru íslensku tónlistarverðlaunin veitt nú á dögunum. Óhætt er að segja að Prins Póló hafi komið, séð og sigrað á hátíðinni. Besta plata ársins og lagahöfundur ársins.

Af þessu tilefni heimsóttu sveitarstjóri, meninngarmálafulltrúi og hirðljósmyndari Djúpavogshrepps þau hjón heim að Karlsstöðum og færðu þeim smá gjöf, forláta lómsegg eftir Sigurð Guðmundsson, með hamingjuóskum frá sveitarfélaginu.

Í lokin má geta þess að nú standa þau hjónin fyrir fjáröflun vegna snakkverskmiðjunnar á vefsíðunni Karolina Fund. Þegar þessi orð eru rituð þá hafa safnast 27% af takmarkinu sem þau setja inni á síðunni. Enn eru 30 dagar til stefnu og það verður spennandi að sjá hvort þau muni ná takmarkinu.

Til hamingju með íslensku tónlistarverðlaunin Svavar og Berglind - til hamingju með þetta allt!

Hér að neðan eru myndir frá heimsókninni.

ÓB

 


Karlsstaðabóndinn gaf sér smá tíma frá önnum dagsins til að ræða við útsendara sveitarfélagsins en hér er verið að stækka heimtaugina svo hægt verði að stinga snakkofninum í samband.


Svavar Pétur ræðir við Erlu Dóru Vogler, ferða- og menningarmálafulltrúa og Gauta Jóhannesson, sveitarstjóra á hlaðinu á Karlsstöðum.


Í eldhúsinu á Karlsstöðum.


Einn - tveir og OPNA!


Þú voru yfir sig hrifin af lómsegginu hjónin.


Karlsstaðabændur kvaddir.


Berglind Häsler og Svavar Pétur Eysteinsson


Veðrið í dag
Veðurstöðin Papey kl.06:00:00
Hiti:-1,4 °C
Vindátt:NA
Vindhraði:4 m/sek
Vindhviður:5 m/sek
 
 
Veðurstöðin Teigarhorn kl.06:00:00
Hiti:-1,2 °C
Vindátt:NNA
Vindhraði:4 m/sek
Vindhviður:8 m/sek
 
 
Veðurstöðin Hamarsfjörður kl.06:00:00
Hiti:-1,0 °C
Vindátt:Logn
Vindhraði:0 m/sek
Vindhviður:2 m/sek
 
 
Flóð og Fjara: 19.4.2024
smþmffl
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        
             
Fjölmenningarsetur
Fiskmarkaður Djúpavogs
Ísland.is