Fréttir
18.03.2015 - Flutningur skrifstofu minjavarðar Austurlands til Djúpavogs
 

Skrifstofa minjavarðar Austurlands var flutt frá Egilsstöðum til Djúpavogs um síðustu mánaðamót. Nýtt heimilisfang skrifstofunnar er Bakki 1, 765 Djúpivogur. Meginástæða flutningsins er að minjasvæði Austurlands er mjög víðfeðmt og því nauðsynlegt að staðsetja skrifstofu minjavarðar með tilliti til þess. Djúpivogur er á miðju minjasvæðinu og því er ljóst að hagkvæmast er að sinna svæðinu þaðan. Auk þess er stefna Djúpavogshrepps mjög minjaverndarsinnuð og menningarminjum er gert hátt undir höfði þannig að skrifstofa minjavarðar á vel heima þar.

Fréttatilkynning af minjastofnun.is

 

Við bjóðum Rúnar Leifsson innilega velkominn til starfa í ráðhúsinu Geysi og að sjálfsögðu fögnum við fjölgun opinberra starfa á svæðinu og erum sannfærð um að starf minjavarðar Austurlands á einmitt hvergi betur heima en í Djúpavogshreppi þar sem sagan og minjarnar liggja við hvert fótmál.

Sjá að öðru leyti upplýsingar á vef Minjastofnunar Íslands
                                                                                                                                                       

Rúnar Leifsson

  • Minjavörður Austurlands
  • runar@minjastofnun.is
  • Farsími: 864 1451
  • Sími: 570 1310
  • Bakki 1, 765 Djúpavogi

 


Veðrið í dag
Veðurstöðin Papey kl.05:00:00
Hiti:1,8 °C
Vindátt:NNA
Vindhraði:17 m/sek
Vindhviður:23 m/sek
 
 
Veðurstöðin Teigarhorn kl.05:00:00
Hiti:0,6 °C
Vindátt:N
Vindhraði:5 m/sek
Vindhviður:9 m/sek
 
 
Veðurstöðin Hamarsfjörður kl.05:00:00
Hiti:1,2 °C
Vindátt:V
Vindhraði:3 m/sek
Vindhviður:7 m/sek
 
 
Flóð og Fjara: 29.3.2024
smþmffl
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            
Fjölmenningarsetur
Fiskmarkaður Djúpavogs
Ísland.is