11. febrúar 2015

Fundur í ferða og menningarmálanefnd  - Fundargerð 11. febrúar 2015

Fundur var haldin í ferða og menningarmálanefni miðvikudaginn 11. febrúar kl. 16:00 að Bakka 1, Djúpavogi. Fundinn sátu Hörður Ingi Þórbjörnsson, Þór Vigfússon, Þorbjörg Sandholt og Erla Dóra Vogler ferða og menningarfulltrúi Djúpavogshrepps.

Nýr ferða og menningarfulltrúi boðin velkomin til starfa og farið yfir stöðuna með henni.

Liður 1
Cittaslow, Erla Dóra er byrjuð að vinna að því að kynna möguleika Cittaslow sem eru fyrir hendi fyrir fyrirtæki í sveitafélaginu. Hún mun vinna að þessu á næstu vikum.

Liður 2
Pocketguide. Upplýsingar sem notaðar eru í appið eru farnar frá Erlu Dóru til forritara erlendis. Þegar það kemur til baka fer það í yfirlestur.

Liður 3
Þórarinn Hávarðsson. Þórarinn vill selja myndefni frá Djúpavogi á árunum 1990 til 2001. Um er að ræða töluvert magn. Erla ætlar að hafa samband við Þórarinn til að fá nánari upplýsingar um efnið sem um er talað. Í framhaldi væri hægt að skoða hvernig hægt væri að fjármagna kaupin.

Liður 4
Bæklingamál. Rætt um möguleika á uppsettningu. Allir sammála um að hafa þetta einfalt, hnitmiðað með fallegum myndum. Kanna möguleika á að gefa út tvo bæklinga. Einn til að kveikja áhuga á Djúpavogi og laða fólk inn í sveitafélagið. Sá síðar með meiri upplýsingum fyrir þá sem eru komnir á staðinn til að upplýsa fólk um starfsemi í sveitafélaginu.

Liður 5
Skiltamál. Djáknadys, Valtýrskambur og Fossárvík. Hugmyndir af texta komnar frá Kristjáni Ingimars og Erla Dóra er byrjuð að skoða þær. Fyrirhugað var að setja skiltin upp fyrir sumarið en nú er ljóst að það verður seinkun á því. Rætt var um að vinna málið vel í sumar og vonandi víga skiltin í haust. Kanna möguleika á styrkjum.

Liður 6
Rúllandi snjóbolti. Rúllandi snjóbolti hefst 11. júlí 2015. Gestalistamenn verða tveir listamenn, einn frá Kína og annar íslenskur. Erla Dóra vinnur áfram að þessu máli.

Liður 7
Upplýsingamiðstöð Djúpavogs. Rætt var um að hafa meiri áherslur á Djúpavog í upplýsingamiðstöðinni. Erla Dóra ræddi ákveðnar hugmyndir hvernig hægt er að framkvæma þetta.

Liður 8
Rætt um að Djúpavogshreppur væri með skýra menningarstefnu og nefndarmenn færu í það að kynna sér menningarstefnu annara sveitarfélaga.

Fleira var ekki tekið fyrir á fundinum og honum slitið kl. 17:40
Ritari: Hörður Ingi Þórbjörnsson


Til baka
Veðrið í dag
Veðurstöðin Papey kl.09:00:00
Hiti:0,6 °C
Vindátt:NNA
Vindhraði:20 m/sek
Vindhviður:27 m/sek
 
 
Veðurstöðin Teigarhorn kl.09:00:00
Hiti:1,0 °C
Vindátt:NNA
Vindhraði:7 m/sek
Vindhviður:18 m/sek
 
 
Veðurstöðin Hamarsfjörður kl.09:00:00
Hiti:1,7 °C
Vindátt:NNV
Vindhraði:5 m/sek
Vindhviður:13 m/sek
 
 
Flóð og Fjara: 28.3.2024
smþmffl
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            
Fjölmenningarsetur
Fiskmarkaður Djúpavogs
Ísland.is