Fréttir
21.08.2007 - Vísnagáta
 

- Þættinum hefur borizt bréf -

Við fengum sendingu frá Hrönn Jónsdóttur í Sæbakka um daginn. Formálinn er stuttur, en vísar til þess að við höfum fyrr í sumar birt 2 vísnagátur eftir eiginmann hennar, Guðmund Gunnlaugsson í Sæbakka.

Við höfum það til siðs að birta ekki slíkar þrautir nema tekizt hafi að ráða þær fyrst, því þá vitum við að flestir “meðalmenn” eiga að ráða við þær.

Hérna er vissulega þrautin þyngri á ferð, en þetta hafðist að lokum.
Til að auðvelda mönnum að vinna að lausninni eru “leiðbeiningar” hér að neðan.

En fyrst að formála Hrannar. Hann var svohljóðandi:

"Get ekki verið minni manneskja en Guðmundur.
Gáta í sama stíl (HJ)"

Lausnarorðið er stutt, en kemur fyrir í öllum línum.


Hún á báti hélt á sjó                    nafnorð
henti út færi en ekkert dró       atviksorð
ei - hún núna iðkar söng             nafnorð
að sér gáir hrædd og ströng.    lýsingarorð



Við birtum lausnina eftir viku eða svo.

BHG



Veðrið í dag
Veðurstöðin Papey kl.14:00:00
Hiti:0,6 °C
Vindátt:N
Vindhraði:16 m/sek
Vindhviður:20 m/sek
 
 
Veðurstöðin Teigarhorn kl.14:00:00
Hiti:1,0 °C
Vindátt:N
Vindhraði:9 m/sek
Vindhviður:15 m/sek
 
 
Veðurstöðin Hamarsfjörður kl.14:00:00
Hiti:1,4 °C
Vindátt:V
Vindhraði:13 m/sek
Vindhviður:22 m/sek
 
 
Flóð og Fjara: 29.3.2024
smþmffl
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            
Fjölmenningarsetur
Fiskmarkaður Djúpavogs
Ísland.is