Fréttir
27.08.2007 - Snilldarhögg hjá Ástu Birnu
 

Það má með sanni segja að einstaklingar frá Djúpavogi haldi áfram að slá í gegn þessa dagana, á vef íþróttafrétta mbl. í dag má m.a. sjá frétt af snilldarhöggi sem Ásta Birna Magnúsdóttir átti á Hvaleyrarvelli í gær. Ásta fór semsagt holu í höggi á par 4. Frábærlega gert hjá Ástu og óskar heimasíðan henni að sjálfsögðu til hamingju með þetta afrek. AS

 

 

 

 

 

 


Tekið af mbl.is

Íþróttir | mbl.is | 26.8.2007 | 20:16

Ásta Birna fór holu í höggi á par 4 braut

Ásta Birna Magnúsdóttir kylfingur úr Keili í Hafnarfirði gerði sér lítið fyrir og fór holu i höggi á 3. braut á Hvaleyrarvelli í gær á golfmóti Siggu & Tímo. Afrekið er sérstakt þar sem að brautin er par 4 og sló Ásta boltann ofaní holu af 205 metra færi. Þar með lék hún brautina á þremur höggum undir pari eða Albatros.

Það er mjög sjaldan sem kylfingar ná að slá boltann ofaní holu á par 4 braut en Ragnhildur Sigurðardóttir úr GR sló boltann beint ofaní holu á 6. braut á Garðavelli fyrir tveimur árum og Helgi Dan Steinsson úr Leyni fór holu í höggi á 10. braut á sama velli fyrir tveimur árum

- Bein slóð á fréttina -


Veðrið í dag
Veðurstöðin Papey kl.03:00:00
Hiti:0,0 °C
Vindátt:NNA
Vindhraði:9 m/sek
Vindhviður:11 m/sek
 
 
Veðurstöðin Teigarhorn kl.03:00:00
Hiti:0,3 °C
Vindátt:SSA
Vindhraði:2 m/sek
Vindhviður:2 m/sek
 
 
Veðurstöðin Hamarsfjörður kl.03:00:00
Hiti:0,7 °C
Vindátt:ANA
Vindhraði:2 m/sek
Vindhviður:3 m/sek
 
 
Flóð og Fjara: 18.4.2024
smþmffl
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        
             
Fjölmenningarsetur
Fiskmarkaður Djúpavogs
Ísland.is