Fréttir
15.04.2015 - Barna- og fjölskylduleiksýning
 

Barna- og fjölskylduleiksýningin Klaufar & kóngsdætur verður sýnd í Hótel Framtíð sunnudaginn 19. apríl, kl. 17:00.

Klaufar og kóngsdætur er leikgerð þriggja meðlima uppistandshljómsveitarinnar Ljótu hálfvitanna, þeirra Ármanns Guðmundssonar, Sævar Sigurgeirssonar og Þorgeirs Tryggvasonar, á nokkrum af ævintýrum H.C. Andersen.

Leiksýningin er sett upp af Leikfélagi Menntaskólans á Egilsstöðum, en leikstjóri er Unnar Geir Unnarsson. Leikritið varð fyrir vali LME í ár vegna 210 ára árstíðar H.C. Andersen.

Íbúum Djúpavogshrepps er boðið á sýninguna af Kvenfélaginu Vöku, Foreldrafélaginu, Neista, Lions, Hótel Framtíð og Djúpavogshreppi. Aðgangur er því ókeypis.

 Góða skemmtun!

ED

 

 


Veðrið í dag
Veðurstöðin Papey kl.05:00:00
Hiti:1,8 °C
Vindátt:NNA
Vindhraði:17 m/sek
Vindhviður:23 m/sek
 
 
Veðurstöðin Teigarhorn kl.05:00:00
Hiti:0,6 °C
Vindátt:N
Vindhraði:5 m/sek
Vindhviður:9 m/sek
 
 
Veðurstöðin Hamarsfjörður kl.05:00:00
Hiti:1,2 °C
Vindátt:V
Vindhraði:3 m/sek
Vindhviður:7 m/sek
 
 
Flóð og Fjara: 29.3.2024
smþmffl
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            
Fjölmenningarsetur
Fiskmarkaður Djúpavogs
Ísland.is