Fréttir
19.04.2015 - Hvatning til íbúa og fyrirtækja - tökum til
 

Síðustu daga hefur sólin leikið við okkur og virðist ekkert lát á blíðviðris spá næstu daga. Ekki verður annað séð en að bærinn okkar komi bara vel undan vetri og sveitarfélagið allt, en forsvarsmönnum sveitarfélagsins langar engu að síður að hvetja íbúa alla til að taka höndum saman um að hafa bæinn og sveitarfélagið allt sem snyrtilegastast nú sem fyrr og því er vert að minna á að það er tíminn núna til að hefjast handa við hreinsun lóða og nærumhverfis. Eftir veður og vinda að loknum vetri liggja stundum óæskilegir hlutir, plast af ýmsu tagi og fl. dót á víðavangi og lóðum og í nærumhverfi íbúa.  Eru því íbúar eindregið hvattir hver og einn að fara yfir lóðir og nærsvæði og týna upp ýmislegt lauslegt og fargi því með viðeigandi hætti, enda aðgengi gott hér til að losa allar tegundir úrgangs. Þá er sömuleiðis vert að hvetja forsvarsmenn fyrirtækja almennt á svæðinu til að huga að tiltekt og hafa allt umhverfi atvinnustarfsemi á svæðinu sem snyrtilegast og samfélaginu til sóma sem verið hefur í flestum tilvikum.  
Ef um stærri hluti er að ræða er hægt að hafa samband við áhaldahúsið um að láta sækja eða fjarlægja úrgang sem einstaklingar ráða ekki við. Að öðru leyti er hægt að sækja allar upplýsingar inn á vef okkar http://www.djupivogur.is/adalvefur/?pageid=3064.

Nú fer Hammondhátíð í hönd og þá væri gaman að sýna bæinn okkar komin í sem fallegastan búning áður en dagskrá byrjar með fjölbreyttri dagskrá. 

 Tökum höndum saman og setjum markið á að gera Djúpavogshrepp að snyrtilegasta og vinalegasta sveitarfélagi á Íslandi 
                                                                               

                                                                             Margar hendur vinna létt verk
                                                                                  Með samstarfskveðjum

                                                                                      Djúpavogshreppur      

 

 

 

 

 

                                                                     

                              


Veðrið í dag
Veðurstöðin Papey kl.02:00:00
Hiti:2,2 °C
Vindátt:S
Vindhraði:8 m/sek
Vindhviður:11 m/sek
 
 
Veðurstöðin Teigarhorn kl.02:00:00
Hiti:1,3 °C
Vindátt:Logn
Vindhraði:0 m/sek
Vindhviður:4 m/sek
 
 
Veðurstöðin Hamarsfjörður kl.02:00:00
Hiti:2,3 °C
Vindátt:A
Vindhraði:3 m/sek
Vindhviður:5 m/sek
 
 
Flóð og Fjara: 20.4.2024
smþmffl
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        
             
Fjölmenningarsetur
Fiskmarkaður Djúpavogs
Ísland.is