Fréttir
05.06.2015 - Fallegu hreindýrin okkar
 

Það ætlaði allt um koll að keyra á Kríudeild í hádeginu þegar börnin sátu í rólegheitunum að borða steiktan fisk með kartöflum og grænmeti.  Haldiði ekki að hreindýrin hafi komið í heimsókn með því að kíkja yfir hæðina og þar með voru þau komin beint fyrir utan gluggann á deildinni.  Það var náttúrulega ekki annað hægt en að standa aðeins upp og sjá þessa fallegu tarfa sem eru búnir að halda sig inn í þorpinu í allt vor. 

Börnin eru nú samt alvön því að sjá dýrin enda orðin töluvert gæf og kippa sér lítið við það þó bílar keyri framhjá eða krakkar kalli til þeirra þau líta bara upp og síðan halda þau áfram að bíta græna grasið.  Það var með semingi sem þau fengust til að setjast aftur og klára matinn sinn en hreindýrin voru rosalega spennandi og langaði nokkrum að fara í gönguferð eftir matinn til að klappa dýrunum. 

 

Hreindýrin okkar komin að kíkja á okkur

Þetta er heldur betur spennandi

Kíkt á hreindýrin

Fleiri myndir má sjá hér

ÞS


Veðrið í dag
Veðurstöðin Papey kl.00:00:00
Hiti:2,0 °C
Vindátt:NNA
Vindhraði:15 m/sek
Vindhviður:21 m/sek
 
 
Veðurstöðin Teigarhorn kl.00:00:00
Hiti:1,3 °C
Vindátt:NNA
Vindhraði:4 m/sek
Vindhviður:8 m/sek
 
 
Veðurstöðin Hamarsfjörður kl.00:00:00
Hiti:2,3 °C
Vindátt:SSA
Vindhraði:1 m/sek
Vindhviður:4 m/sek
 
 
Flóð og Fjara: 29.3.2024
smþmffl
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            
Fjölmenningarsetur
Fiskmarkaður Djúpavogs
Ísland.is