Fréttir
11.06.2015 - Hótel Framtíð auglýsir starf á tjaldsvæði Djúpavogs
 

Hótel Framtíð auglýsir eftir starfskrafti til að starfa á tjaldsvæði Djúpavogs sumarið 2015. 

Starfstímabil er frá 16. júní til 31. ágúst.
Starfslýsing felur í sér daglegan rekstur á tjaldsvæði Djúpavogs, t.d í móttöku gesta, upplýsingaveitu, uppgjöri og þrifum og viðhaldið á svæðinu.

Vinnutími frá kl. 09:00 til kl. 15:00 alla daga vikunnar (frídagar samkvæmt samningi)

Leitað er að einstakling 16 ára og eldri sem hefur;
- ríka þjónustulund,
- góða tungumálakunnáttu (enska og eitt Norðurlandamál skilyrði),
- góða skipulagshæfileika, getur unnið sjálfstætt og tekið frumkvæði,
- góða hæfni í mannlegum samskiptum,
- mikla ábyrgðartilfinningu og síðast en ekki síst,
- góða þekkingu á staðháttum á Djúpavogi og nágrenni.

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi AFLs.
Nánari upplýsingar um störfin veitir Þórir Stefánsson í síma 8968887, netfang: framtid@simnet.is

Umsækjendur fylli út umsóknareyðublað sem fæst hjá Hótel Framtíð ehf.
Umsóknir berist í síðasta lagi föstudaginn 15 . júní n.k.


Veðrið í dag
Veðurstöðin Papey kl.19:00:00
Hiti:1,9 °C
Vindátt:NNA
Vindhraði:16 m/sek
Vindhviður:22 m/sek
 
 
Veðurstöðin Teigarhorn kl.19:00:00
Hiti:1,4 °C
Vindátt:N
Vindhraði:5 m/sek
Vindhviður:9 m/sek
 
 
Veðurstöðin Hamarsfjörður kl.19:00:00
Hiti:1,4 °C
Vindátt:SV
Vindhraði:1 m/sek
Vindhviður:9 m/sek
 
 
Flóð og Fjara: 28.3.2024
smþmffl
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            
Fjölmenningarsetur
Fiskmarkaður Djúpavogs
Ísland.is