Fréttir
26.06.2015 - Sumarmessa og samvera í Malvíkurrétt í Álftafirði
 

Sunnudaginn 28. júní kl. 14.00 verður sumarmessa og samvera í Malvíkurrétt í Álftafirði.

Fært á bílum að messustað. Þegar ekinn er þjóðvegurinn frá Djúpavogi, er beygt til vinstri rétt áður en komið er að brúnni yfir Selá (skilti) í Álftafirði til móts við bæinn Starmýri.

Nánari leiðsögn við veginn og aðgengi er gott. Munið að klæða ykkur vel og gott að hafa með sér teppi.

Ólafur Eggertsson og Unnþór Snæbjörnsson spila saman harmonikku og gítar og leiða söng.

Malvíkurrétt er umvafin klettum og skjólgóður og einstakur staður.

Kaffi og meðlæti í boði sóknarnefndar Hofskirkju að lokinni messu.

Allir hjartanlega velkomnir;
sóknarnefnd og sóknarprestur.

 

 

 


Veðrið í dag
Veðurstöðin Papey kl.14:00:00
Hiti:1,7 °C
Vindátt:N
Vindhraði:15 m/sek
Vindhviður:22 m/sek
 
 
Veðurstöðin Teigarhorn kl.14:00:00
Hiti:1,0 °C
Vindátt:N
Vindhraði:7 m/sek
Vindhviður:15 m/sek
 
 
Veðurstöðin Hamarsfjörður kl.14:00:00
Hiti:2,4 °C
Vindátt:SA
Vindhraði:2 m/sek
Vindhviður:11 m/sek
 
 
Flóð og Fjara: 28.3.2024
smþmffl
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            
Fjölmenningarsetur
Fiskmarkaður Djúpavogs
Ísland.is