Fréttir
13.07.2015 - Bóndavarðan á netinu
 

Bóndavarðan er staðarblað Djúpavogshrepps og hefur verið gefið út af sveitarfélaginu síðan 2010. Þar á undan var Bóndvarðan gefin út af Grunnskóla Djúpavogs og var fréttablað skólans. 

Við höfum nú sett inn til prufu síðustu útgáfu blaðsins, en það kom út í mars síðastliðnum og var að miklu leyti tileinkað Hammondhátíð Djúpavogs sem fagnaði 10 ára afmæli á árinu.

Meiningin er að gefa blaðið framvegis út á þennan hátt og á pappír fyrir þá sem það kjósa. Hvenær næsta tölublað kemur út er ekki alveg ljóst en búast má við að við setjum eldri tölublöð inn á netið á næstu vikum.

Hægt er að smella hér til að skoða síðasta tölublað, en það ætti einnig að birtast hér að neðan.

ÓB

 


Veðrið í dag
Veðurstöðin Papey kl.07:00:00
Hiti:1,3 °C
Vindátt:NNA
Vindhraði:18 m/sek
Vindhviður:24 m/sek
 
 
Veðurstöðin Teigarhorn kl.07:00:00
Hiti:-0,1 °C
Vindátt:N
Vindhraði:4 m/sek
Vindhviður:7 m/sek
 
 
Veðurstöðin Hamarsfjörður kl.07:00:00
Hiti:0,0 °C
Vindátt:VSV
Vindhraði:2 m/sek
Vindhviður:5 m/sek
 
 
Flóð og Fjara: 29.3.2024
smþmffl
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            
Fjölmenningarsetur
Fiskmarkaður Djúpavogs
Ísland.is