Fréttir
07.09.2007 - Föstudagsgátan
 

Það verður að teljast nokkuð merkilegt að aðeins einn skilaði inn svari við síðustu vísnagátu Guðmundar í Sæbakka. Sá sem reyndi hafði reyndar rangt fyrir sér enda vísan augljóslega í þyngri kantinum. Lausnarorðið við gátunni er: Hófar

Vísan var svohljóðandi (sjá lausn aftan við hverja línu):

Um sumardag má sjá við dý hófar (blöð hófsóleyjar)
sveinar frakkir nafnið hljóta. svaðhófar (ruddalegir náungar)
Stundum teknir eyru í hófar (eyrnamark)
einnig prýða fætur skjóta. hófar á hesti.

GG


Vísnagáturnar okkar virðast vekja nokkra athygli, þótt fáir skili inn lausnum. Við ætlum þó að halda þeim sið til streitu enn um sinn að fela lesendum okkar, er það kjósa, að leysa slík verkefni.

Nú kemur gáta eftir Ingimar Sveinsson, fyrrum skólastjóra á Djúpavogi.

Lausnin er fremur stutt orð, ýmist nafnorð, sagnorð eða enskt orð, borið fram með sama hætti og íslenzku orðin, en ritað með bókstaf, sem er mikið notaður á engilsaxnesku. Sem sagt: eitt orð í fyrstu línu, annað í línu tvö og síðan á að vera hægt að finna lausnarorðið út úr línum þrjú og fjegur saman.

Gamall, enskur garpur lá,                     (látið ekki þjóðernið trufla ykkur)
með gróið sár á vinstri hendi.
hann mælti; “Öllum illa brá
þá óður maður kuta renndi”.


IS

Svör sendist á djupivogur@djupivogur.is

Á mánudaginn birtum við ráðningu Hrannar Jónsdóttur og Guðmundar Gunnlaugssonar í Sæbakka á gátu Ingimars, en þau svara með annarri vísu.


Texti: ÓB/BHG

Veðrið í dag
Veðurstöðin Papey kl.06:00:00
Hiti:3,4 °C
Vindátt:VSV
Vindhraði:3 m/sek
Vindhviður:8 m/sek
 
 
Veðurstöðin Teigarhorn kl.06:00:00
Hiti:3,7 °C
Vindátt:S
Vindhraði:1 m/sek
Vindhviður:3 m/sek
 
 
Veðurstöðin Hamarsfjörður kl.06:00:00
Hiti:5,9 °C
Vindátt:ANA
Vindhraði:2 m/sek
Vindhviður:7 m/sek
 
 
Flóð og Fjara: 20.4.2024
smþmffl
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        
             
Fjölmenningarsetur
Fiskmarkaður Djúpavogs
Ísland.is